Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 94/2020

Nr. 94/2020 7. júlí 2020

LÖG
um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006 (skilvirkari framkvæmd).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:

  1. Orðin „vottorð fyrrverandi vinnuveitanda“ í 2. málsl. 1. mgr. falla brott.
  2. Á eftir orðinu „Fangelsismálastofnun“ í 4. mgr. kemur: lögregla.

 

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 13. gr. laganna:

  1. Á eftir orðunum „er búsettur“ í c-lið kemur: með skráð lögheimili.
  2. Á eftir orðunum „fyrrverandi vinnuveitanda“ í f-lið kemur: þegar það á við.

 

3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 16. gr. laganna:

  1. 1. mgr. orðast svo:
        Þegar launamaður, sbr. a-lið 3. gr., sækir um atvinnuleysisbætur skal hann tilgreina starfstíma sinn hjá vinnuveitanda á ávinnslutímabili skv. 15. gr. sem og starfshlutfall. Enn fremur skal hann tilgreina ástæður þess að hann hætti störfum hjá vinnuveitanda, hvort hann hafi tekið út orlof sitt við slit á ráðningarsamningi og hvernig greiðslum vegna starfs­loka hafi verið háttað. Vinnumálastofnun er heimilt að óska eftir vottorði frá fyrr­verandi vinnuveitanda til að staðreyna þær upplýsingar sem fram koma í umsókn um atvinnu­leysis­bætur.
  2. Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr.:
    1. Eftirfarandi breytingar verða á 1. málsl.:
      1. Orðin „vinnuveitanda og“ falla brott.
      2. Á eftir orðunum „er fram koma í“ kemur: umsókn eða.
    2. Orðin „sem tilgreint er í vottorði vinnuveitanda skv. 1. mgr.“ í 2. málsl. falla brott.
    3. Orðin „sbr. b-lið 3. gr.“ í lokamálslið falla brott.
  3. 3. mgr. fellur brott.
  4. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Upplýsingar í tengslum við umsókn um atvinnu­leysis­bætur.

 

4. gr.

    Á eftir orðunum „er búsettur“ í c-lið 1. mgr. 18. gr. laganna kemur: með skráð lögheimili.

 

5. gr.

    Í stað orðanna „á uppsagnarfresti“ í 1. málsl. 40. gr. laganna kemur: frá uppkvaðningu úrskurðar um að bú félagsins skuli tekið til gjaldþrotaskipta.

 

6. gr.

    Orðið „vísvitandi“ í lokamálslið 4. mgr. 57. gr. laganna fellur brott.

 

7. gr.

    Á eftir orðunum „sbr. þó 4. mgr.“ í 1. málsl. 1. mgr. 59. gr. laganna kemur: og 59. gr. a.

 

8. gr.

    Á eftir 59. gr. laganna kemur ný grein, 59. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

 

Látið hjá líða að tilkynna um vinnu samhliða atvinnuleysisbótum.

    Sá sem hefur verið skráður án atvinnu hjá Vinnumálastofnun í fjórar vikur eða lengur og verður uppvís að því að starfa á innlendum vinnumarkaði á sama tíma og hann fær greiddar atvinnuleysisbætur eða sætir biðtíma eða viðurlögum samkvæmt lögum þessum án þess að hafa tilkynnt Vinnumálastofnun um tilfallandi vinnu skv. 35. gr. a eða að atvinnuleit sé hætt skv. 10. gr. skal ekki eiga rétt á greiðslu atvinnuleysisbóta fyrr en hann hefur starfað a.m.k. sex mánuði á innlendum vinnumarkaði áður en hann sækir aftur um atvinnuleysisbætur. Skal honum jafnframt verða gert að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur skv. 39. gr.

 

9. gr.

    2. málsl. 60. gr. laganna fellur brott.

 

10. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

 

11. gr.

    Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á 2. málsl. 2. mgr. 6. gr. laga um Ábyrgða­sjóð launa, nr. 88/2003, með síðari breytingum:

  1. Á eftir orðinu „atvinnutekjur“ kemur: frá uppkvaðningu úrskurðar um gjaldþrotaskipti og.
  2. Í stað tilvísunarinnar „b-lið 5. gr.“ kemur: a- og b-lið 5. gr.

 

Gjört á Bessastöðum, 7. júlí 2020.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Ásmundur Einar Daðason.


A deild - Útgáfud.: 21. júlí 2020