Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 683/2021

Nr. 683/2021 9. júní 2021

AUGLÝSING
um skipulagsmál í Sveitarfélaginu Ölfusi.

Breyting á deiliskipulagi „Á sandi vestan Þorlákshafnar“ – iðnaðarsvæði á Víkursandi.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss 25. febrúar 2021, breyt­ingu á deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæði á Víkursandi vestan Þorlákshafnar. Deili­skipulagið setur skilmála um byggingu iðnaðarhúsa á landinu í samræmi við heimildir aðalskipulags. Breytingin stækkar svæðið lítillega og breytir lóðum og lóðanúmerum.
Deiliskipulagið hefur hlotið meðferð skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi.

 

Nýtt deiliskipulag fyrir Árbæ 4 í Ölfusi.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss 25. febrúar 2021, nýtt deiliskipulag fyrir Árbæ 4 í Ölfusi. Deiliskipulagið markar byggingarreit og setur skilmála um byggingu íbúðarhúss á landinu í samræmi við heimildir aðalskipulags.
Deiliskipulagið hefur hlotið meðferð skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi.

 

Breyting á deiliskipulagi fyrir skipulag þjónustumiðstöðvar og íbúða við Egilsbraut, Sunnu­braut og Vetrarbraut í Þorlákshöfn.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss 25. febrúar 2021, breytingu á deiliskipulagi fyrir skipulag þjónustumiðstöðvar og íbúða við Egilsbraut, Sunnu­braut og Vetrarbraut í Þorlákshöfn. Deiliskipulagsbreytingin heimilar að auglýsa lóðirnar sem skipu­lagið markar á almennum markaði, þó þannig að aldraðir hafi forgang þegar kemur að úthlutun.
Deiliskipulagið hefur hlotið meðferð skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi.

 

Þorlákshöfn, 9. júní 2021.

 

Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 9. júní 2021