Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 343/2019

Nr. 343/2019 29. mars 2019

AUGLÝSING
um staðfestingu á breytingu á skipulagsskrá fyrir Stígamót, ráðgjafar- og fræðslumiðstöð um kynferðislegt ofbeldi, nr. 296/1995.

1. gr.

Stjórn sjóðsins hefur samþykkt eftirfarandi breytingu á skipulagsskrá sjóðsins:

9. gr. skipulagsskrárinnar verði svohljóðandi:

Framkvæmdahópur Stígamóta skal skipaður fimm fulltrúum og skal hver þeirra skipaður til tveggja ára í senn. Fulltrúar skulu ekki sitja lengur en þrjú tímabil í röð. Tveir fulltrúar skulu valdir úr hópi starfsfólks Stígamóta og þrír fulltrúar með góða þekkingu og reynslu af störfum á sviði kynferðis­ofbeldis skulu valdir með samþykki framkvæmdahóps og í góðu samstarfi við starfshóp.

Framkvæmdahópur skal að jafnaði koma saman mánaðarlega. Aukafundi má halda sé ástæða til. Halda skal gerðabók.

2. gr.

Ofangreind breyting á skipulagsskrá fyrir Stígamót staðfestist hér með samkvæmt lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá.

F.h. sýslumannsins á Norðurlandi vestra, 29. mars 2019,

Björn Ingi Óskarsson.

Auður Steingrímsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 12. apríl 2019