Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 344/2019

Nr. 344/2019 28. mars 2019

AUGLÝSING
um staðfestingu á breytingu á skipulagsskrá Styrktarsjóðs Richard P. McCambly, O.S.C.O., nr. 1270/2008.

1. gr.

Stjórn sjóðsins hefur samþykkt eftirfarandi breytingu á skipulagsskrá sjóðsins:

3. gr. skipulagsskrárinnar verði svohljóðandi:

Stjórn sjóðsins skal skipuð þeim dr. Clarence E. Glad, kt. 240656-5239, Fannafold 145, Reykjavík og Kára Bjarnasyni, kt. 240860-5899, Vestmannabraut 38, Vestmannaeyjum. Skulu þeir sitja í stjórninni svo lengi sem þeir það kjósa. Seta þeirra í stjórninni kemur ekki í veg fyrir að þeir geti sótt um og fengið styrki úr sjóðnum. Komi til umsóknar frá öðrum hvorum þeirra eða báðum um styrki skal stofnandi sjóðsins tilnefna eftir atvikum einn eða tvo aðila til að annast úthlutun styrkja það árið.

Við úthlutun styrkja skal stjórn vera einhuga um úthlutunina.

Gangi dr. Clarence E. Glad eða Kári Bjarnason úr stjórninni skal stofnandi sjóðsins tilnefna stjórnar­mann í staðinn.

Stjórnin tekur ákvarðanir á fundum sínum og skal haldin gerðabók um alla fundi og bóka skil­merki­lega þær ákvarðanir sem teknar eru.

Stjórn sjóðsins velur endurskoðendur sjóðsins. Reikningsár sjóðsins miðast við almanaksár.

Stjórnarmönnum er heimilt að ákveða að þeir fái hæfilega þóknun fyrir störf sín í stjórninni. Þóknunin skal greidd af þeim fjármunum sem árlega er heimilt að ráðstafa til styrkveitinga úr sjóðnum.

5. gr. skipulagsskrárinnar verði svohljóðandi:

Stjórn sjóðsins skal í samvinnu við stofnanda sjóðsins afla sjóðnum frekari fjárframlaga frá öllum þeim sem vilja styrkja sjóðinn og tilgang hans.

7. gr. skipulagsskrárinnar verði svohljóðandi:

Fjármuni sjóðsins skal ávaxta með tryggum hætti í samvinnu við stofnanda sjóðsins. Stjórn sjóðs­ins er heimilt að fela löggiltu verðbréfafyrirtæki, fjárfestingabanka eða viðskiptabanka að annast ávöxtun sjóðsins.

Stjórn sjóðsins skal upplýsa stofnanda sjóðsins um stöðu sjóðsins eigi sjaldar en einu sinni á ári.

8. gr. skipulagsskrárinnar verði svohljóðandi:

Skipulagsskrá þessari má breyta af stjórn sjóðsins. Stjórnin skal tilkynna stofnanda sjóðsins um allar breytingar.

Ákveði stjórn sjóðsins að leggja sjóðinn niður skal hún leita staðfestingar sýslumannsins á Norður­landi vestra á því.

Verði sjóðurinn lagður niður skal stjórn sjóðsins heimilt að ráðstafa andvirði hans að höfðu samráði við stofnanda sjóðsins í samræmi við tilgang hans.

2. gr.

Ofangreind breyting á skipulagsskrá fyrir Styrktarsjóð Richard P. McCambly, O.S.C.O., staðfestist hér með samkvæmt lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá.

F.h. sýslumannsins á Norðurlandi vestra, 28. mars 2019,

Björn Ingi Óskarsson.

Auður Steingrímsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 12. apríl 2019