Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 67/2017

Nr. 67/2017 30. júní 2017

FORSETAÚRSKURÐUR
um breytingu á forsetaúrskurði nr. 15/2017, um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Að ég, samkvæmt tillögu forsætisráðherra, staðfesti svohljóðandi forsetaúrskurð um breytingu á forsetaúrskurði nr. 15/2017, um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnar­ráði Íslands:

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr.:

  1. Við 10. tölul. bætist nýr stafliður sem orðast svo: Landskipti.
  2. Á eftir b-lið 14. tölul. kemur nýr stafliður sem orðast svo: Skipströnd og vogrek.

2. gr.

Á eftir k-lið 8. tölul. 4. gr. koma fimm nýir stafliðir sem orðast svo:

  1. Skortsölu og skuldatryggingar.
  2. Viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum.
  3. Vátryggingasamsteypur.
  4. Lánshæfismatsfyrirtæki.
  5. Evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr.:

  1. Í stað orðsins „Fólksflutninga" í d-lið 2. tölul. kemur: Farþegaflutninga.
  2. H-liður 2. tölul. fellur brott.
  3. E-liður 5. tölul. fellur brott.

4. gr.

Forsetaúrskurður þessi, sem á sér stoð í 15. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, og 4. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, öðlast þegar gildi.

Gjört á Bessastöðum, 30. júní 2017.

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Bjarni Benediktsson.


A deild - Útgáfud.: 7. júlí 2017