Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1322/2018

Nr. 1322/2018 12. desember 2018

GJALDSKRÁ
fyrir umhverfisgjöld í Vesturbyggð.

Söfnun og meðhöndlun sorps.

1. gr.

Í samræmi við samþykkt um söfnun og meðhöndlun sorps í Vesturbyggð, leggur sveitarfélagið gjöld á lögaðila, félög og/eða fasteignir innan sveitarfélagsins til að standa straum af kostnaði við sorp­hirðu, -endurvinnslu og -eyðingu.

2. gr.

A. Umhverfisgjald A.

Umhverfisgjald er innheimt árlega fyrir einstakar íbúðir, þ.e. íbúðarhúsnæði 32.500 kr. fyrir hverja grátunnu og 7.615 kr. fyrir hverja blátunnu í þéttbýli og fyrir sumarhús 23.625 kr.

Hirðingargjald er innheimt árlega, 20.600 kr. á hverja sorptunnu í þéttbýli og dreifbýli á hverja sorp­tunnu.

Umhverfisgjald er innheimt með fasteignagjöldum. Hafi gjaldandi ekki greitt umhverfisgjald 30 dögum eftir gjalddaga leggjast á skuldina dráttarvextir og reiknast þeir frá gjalddaga.

B. Umhverfisgjald B.

Umhverfisgjald annarra lögaðila, iðnaðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæðis, fyrirtækja, stofnana, félaga og félagasamtaka er á ári sem hér segir:

  Flokkur 1   70.875 kr.
  Flokkur 2 141.750 kr.
  Flokkur 3 212.625 kr.
  Flokkur 4 354.375 kr.
  Flokkur 5 496.125 kr.
  Flokkur 6 850.500 kr.
  Flokkur 7 skv. mati
  Flokkur 8, málmar 30,45 kr. m.vsk. á kg

Bæjarstjórn skipar framangreindum aðilum í gjaldflokka skv. mati skipaðrar matsnefndar. Mats­nefndin er skipuð af bæjarstjóra, forstöðumanni tæknideildar og skrifstofustjóra. Mat nefndar­innar tekur mið af umfangi starfsemi og sorpsamsetningu viðkomandi aðila. Þau atriði sem hafa áhrif á matið eru nánar skilgreind í meðfylgjandi gjaldskrárviðauka. Matsnefnd er heimilt að endur­skoða mat sitt telji hún ástæðu til að ætla að aðstæður aðila hafi breyst.

Umhverfisgjald innheimtist með fasteignagjöldum hjá þeim aðilum sem eiga fasteignir en þeim sem ekki eiga fasteignir mun verða gert að greiða gjaldið skv. reikningi sem gefinn verður út í byrjun árs. Gjald fyrir málma sem skilað er á sorpmóttökustöðvar innheimtist samkvæmt reikningi. Gjald­dagar umhverfis­gjalda verða þeir sömu og fasteignagjalda. Hafi gjaldandi ekki greitt umhverfis­gjald 30 dögum eftir gjalddaga leggjast á skuldina dráttarvextir og reiknast þeir frá gjald­daga.

3. gr.

Að lokinni álagningu umhverfisgjalds B. gefst gjaldendum 30 daga gjaldfrestur til að gera athuga­semdir við skipun í gjaldflokk. Óski gjaldandi endurskoðunar á skipun í gjaldflokk skal hann leggja fram skriflega greinargerð, þar sem fram kemur ítarlegur rökstuðningur við ástæður þess að gjald­andi telur flokkun óréttmæta. Matsnefnd mun taka greinargerðina til skoðunar og leggja sitt álit fyrir bæjarstjórn sem tekur endanlega afstöðu til gjaldflokks viðkomandi.

4. gr.

Matsnefnd er heimilt að leita álits sorphirðuverktaka um umfang og eðli þess sorps sem fellur til hjá einstökum gjaldendum umhverfisgjalds B. Slík álitsgerð skal vera skrifleg og óski gjaldandi þess skal matsnefnd útvega honum afrit af álitsgerðinni. Nefndin getur nýtt sér þetta álit til að ákvarða nánar skipun aðila í gjaldflokka. Telji nefndin að gjaldflokksviðmiðanir í viðauka, t.d. starfs­manna­fjöldi, gefi ekki rétta mynd af eðli og/eða umfangi þess sorps sem til fellur hjá ein­stökum aðilum er henni heimilt að víkja frá viðmiðum. Nefndin getur einnig nýtt sér álit sorp­hirðu­verktaka til að ákvarða gjald einstakra aðila sem er skipað í 7. flokk gjaldskrárinnar. Endan­lega afstöðu til flokkunar aðila í gjaldflokka tekur bæjarstjórn.

5. gr.

Gjaldskrá þessi sem er samin og samþykkt af bæjarstjórn Vesturbyggðar, er sett samkvæmt 59. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, með síðari breytingum. Gjaldskráin öðlast þegar gildi og frá sama tíma fellur úr gildi gjaldskrá fyrir umhverfisgjöld í Vesturbyggð nr. 1133/2017.

Vesturbyggð, 12. desember 2018.

Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri.

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)


B deild - Útgáfud.: 10. janúar 2019