Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 92/2020

Nr. 92/2020 7. júlí 2020

LÖG
um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum (stjórn og eftirlit).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

1. gr.

    Orðin „að fenginni tillögu stjórnar stofnunarinnar“ í 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. laganna falla brott.

 

2. gr.

    Í stað 1. málsl. 1. mgr. 45. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Sjúkra­trygg­inga­stofnunin skal hafa eftirlit með starfsemi samningsaðila og þeirra þjónustuveitenda sem þiggja greiðslur á grundvelli gjaldskrár sem stofnunin setur, sbr. 38. gr. Eftirlitið miðar að því að tryggja að tegundir, magn, gæði, kostnaður og árangur þjónustu sé í samræmi við gerða samninga eða eftir atvikum að reikningsgerð sé í samræmi við veitta þjónustu og gjaldskrá stofnunarinnar.

 

3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 46. gr. laganna:

  1. Í stað orðsins „þann“ í 2. málsl. kemur: eða kalla eftir þeim.
  2. Lokamálsliður fellur brott.

 

4. gr.

    50. gr. laganna orðast svo:

    Sjúkratryggingastofnuninni er heimil vinnsla persónuupplýsinga, þar á meðal viðkvæmra persónu­upplýsinga um heilsufar, lyfjanotkun og heilbrigðisþjónustu einstaklinga, til að sinna lög­bundnum skyldum sínum, þar á meðal eftirliti samkvæmt lögum þessum og að uppfylltum skil­yrðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Við þá vinnslu skal einnig gætt að ákvæðum laga um réttindi sjúklinga eftir því sem við á. Miðlun slíkra gagna fer í gegnum örugga vefgátt sjúkratryggingastofnunarinnar sem er með aðgangsstýringum, rekjanleika og dulkóðun.

    Stofnuninni er heimilt að starfrækja gagnagrunna og miðla upplýsingum úr þeim svo sem nánar er kveðið á um í lögum þessum og að uppfylltum skilyrðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

 

5. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

 

Gjört á Bessastöðum, 7. júlí 2020.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Svandís Svavarsdóttir.


A deild - Útgáfud.: 21. júlí 2020