Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 131/2021

Nr. 131/2021 30. desember 2021

LÖG
um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2022.

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

I. KAFLI

Breyting á lögum um umhverfis- og auðlindaskatta, nr. 129/2009.

1. gr.

    Í stað „11,75 kr.“, „10,25 kr.“, „14,45 kr.“ og „12,85 kr.“ í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: 12,05 kr.; 10,50 kr.; 14,80 kr.; og: 13,15 kr.

 

II. KAFLI

Breyting á lögum um gjald af áfengi og tóbaki, nr. 96/1995.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 3. gr. laganna:

  1. Í stað „128,80 kr.“ í 1. tölul. kemur: 132 kr.
  2. Í stað „117,30 kr.“ í 2. tölul. kemur: 120,25 kr.
  3. Í stað „158,75 kr.“ í 3. tölul. kemur: 162,70 kr.

 

3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 9. gr. laganna:

  1. Í stað „528,85 kr.“ í 1. tölul. kemur: 542,05 kr.
  2. Í stað „29,40 kr.“ í 2. tölul. kemur: 30,15 kr.
  3. Í stað „29,40 kr.“ í 3. tölul. kemur: 30,15 kr.

 

4. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 10. gr. laganna:

  1. Í stað „664,25 kr.“ í 1. tölul. kemur: 680,85 kr.
  2. Í stað „36,90 kr.“ í 2. tölul. kemur: 37,80 kr.

 

III. KAFLI

Breyting á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., nr. 29/1993.

5. gr.

    Í stað „29,45 kr.“ í 14. gr. laganna kemur: 30,20 kr.

 

6. gr.

    Í stað „47,50 kr.“ og „50,35 kr.“ í 2. málsl. 1. mgr. 15. gr. laganna kemur: 48,70 kr.; og: 51,60 kr.

 

IV. KAFLI

Breyting á lögum um olíugjald og kílómetragjald, nr. 87/2004.

7. gr.

    Í stað „66,00 kr.“ í 4. mgr. 1. gr. laganna kemur: 67,65 kr.

 

8. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:

  1. 4. mgr. orðast svo:
        Kílómetragjald af gjaldskyldum bifreiðum skv. 1. tölul. 1. mgr., sbr. 3. tölul., skal vera sem hér segir:
    Leyfð heildarþyngd ökutækis, kg Kílómetragjald, kr. Leyfð heildarþyngd ökutækis, kg Kílómetragjald, kr.
    10.000–11.000 0,35 21.001–22.000 8,34
    11.001–12.000 1,07 22.001–23.000 9,09
    12.001–13.000 1,79 23.001–24.000 9,80
    13.001–14.000 2,54 24.001–25.000 10,53
    14.001–15.000 3,27 25.001–26.000 11,24
    15.001–16.000 4,00 26.001–27.000 11,99
    16.001–17.000 4,72 27.001–28.000 12,73
    17.001–18.000 5,44 28.001–29.000 13,45
    18.001–19.000 6,17 29.001–30.000 14,17
    19.001–20.000 6,88 30.001–31.000 14,89
    20.001–21.000 7,64 31.001 og yfir 15,61
           
  2. 6. mgr. orðast svo:
        Sérstakt kílómetragjald af gjaldskyldum ökutækjum skv. 2. mgr. skal vera sem hér segir:
    Leyfð heildarþyngd ökutækis, kg Kílómetragjald, kr. Leyfð heildarþyngd ökutækis, kg Kílómetragjald, kr.
    5.000–6.000 10,24 18.001–19.000 27,04
    6.001–7.000 11,08 19.001–20.000 28,26
    7.001–8.000 11,93 20.001–21.000 29,51
    8.001–9.000 12,78 21.001–22.000 30,74
    9.001–10.000 13,60 22.001–23.000 31,94
    10.001–11.000 14,81 23.001–24.000 33,17
    11.001–12.000 16,40 24.001–25.000 34,40
    12.001–13.000 17,98 25.001–26.000 35,63
    13.001–14.000 19,53 26.001–27.000 36,84
    14.001–15.000 21,12 27.001–28.000 38,08
    15.001–16.000 22,67 28.001–29.000 39,31
    16.001–17.000 24,24 29.001–30.000 40,53
    17.001–18.000 25,83 30.001–31.000 41,73
        31.001 og yfir 42,97

 

V. KAFLI

Breyting á lögum um bifreiðagjald, nr. 39/1988.

9. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:

  1. Í stað „6.380 kr.“ og „154 kr.“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: 7.540 kr.; og: 158 kr.
  2. 2. málsl. 2. mgr. orðast svo: Hafi koltvísýringslosun verið skráð samkvæmt evrópsku aksturslotunni og samræmdu prófunaraðferðinni skal gjaldið vera 7.540 kr. fyrir losun allt að 146 grömmum af skráðri koltvísýringslosun samkvæmt samræmdu prófunaraðferðinni en 130 kr. fyrir hvert gramm af losun umfram það.
  3. Í stað „6.380 kr.“ og „127 kr.“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: 7.540 kr.; og: 130 kr.
  4. Í stað „59.785 kr.“, „2,55 kr.“ og „94.095 kr.“ í 4. mgr. kemur: 62.280 kr.; 2,61 kr.; og: 97.445 kr.

 

VI. KAFLI

Breyting á lögum um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit
með fjármálastarfsemi og skilavald, nr. 99/1999
.

10. gr.

    2. málsl. 1. mgr. 2. gr. laganna orðast svo: Í skýrslunni skal jafnframt lagt mat á áætlaða þróun starfsemi Fjármálaeftirlitsins næstu þrjú ár með tilliti til þess tíma sem ætla má að fara muni í eftirlit með hverjum flokki eftirlitsskyldra aðila skv. 5. gr.

 

11. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:

  1. Í stað „550.000 kr.“ í 3. tölul. 1. mgr. kemur: 850.000 kr.
  2. Í stað „0,0066%“, „1.680.000 kr.“, „einum milljarði“, „3.000.000 kr.“, „einum til og með tíu“, „5.280.000 kr.“, „tíu milljörðum til og með þrjátíu“, „9.720.000 kr.“, „þrjátíu milljörðum til og með eitt hundrað og fimmtíu“ og „11.280.000 kr.“ í 9. tölul. 1. mgr. kemur: 0,0057%; 4.000.000 kr.; fimmtán milljörðum; 5.000.000 kr.; fimmtán milljörðum til og með fjörutíu; 8.500.000 kr.; fjörutíu milljörðum til og með eitt hundrað og áttatíu; 11.000.000 kr.; eitt hundrað og áttatíu milljörðum til og með sex hundruð; og: 14.000.000 kr.
  3. 4. mgr. orðast svo:
        Útibú verðbréfamiðstöðva sem starfa hér á landi skulu greiða helming eftirlitsgjalds skv. 7. tölul. 1. mgr. Útibú annarra eftirlitsskyldra aðila skulu greiða helming lágmarksgjalds samkvæmt viðeigandi tölulið 1. mgr. Útibú eftirlitsskyldra aðila sem fengið hafa starfsleyfi hér á landi skulu greiða lágmarksgjald samkvæmt viðeigandi tölulið 1. mgr.
  4. Í stað „1.000.000 kr.“ í 9. mgr. kemur: 500.000 kr.
  5. Í stað „600.000 kr.“ í 10. mgr. kemur: 500.000 kr.
  6. Við bætast þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
        Rekstraraðilar sérhæfðra sjóða sem fengið hafa heimild til að markaðssetja sjóði skv. 1. mgr. 63. gr., 1. og 2. mgr. 64. gr. og 1. mgr. 65. gr. laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, nr. 45/2020, skulu greiða fastagjald sem nemur 175.000 kr. fyrir hvern slíkan sjóð.
        Lánamiðlarar samkvæmt lögum um neytendalán sem falla undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins og lánveitendur samkvæmt sömu lögum skulu greiða fastagjald sem nemur 400.000 kr.
        Umboðsaðilar greiðslustofnana samkvæmt lögum um greiðsluþjónustu skulu greiða fastagjald sem nemur 600.000 kr. Dreifingaraðilar rafeyris samkvæmt lögum um útgáfu og meðferð rafeyris skulu greiða fastagjald sem nemur 600.000 kr.

 

12. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:

  1. Í stað „500.000 kr.“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: 1.000.000 kr.
  2. 6. málsl. 3. mgr. fellur brott.

 

13. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:

  1. Á eftir orðinu „starfsleyfi“ í 2. mgr. kemur: og skráningu.
  2. Orðið „verðbréfamiðlana“ í 2. tölul. 2. mgr. fellur brott.
  3. Á eftir orðunum „rekstrarfélaga verðbréfasjóða“ í 2. tölul. 2. mgr. kemur: rekstraraðila sérhæfðra sjóða.
  4. Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
        Fyrir mat Fjármálaeftirlitsins á hæfi aðila til að fara með virkan eignarhlut í viðskipta­banka, sparisjóði, lánafyrirtæki eða vátryggingafélagi skal innheimt fastagjald að fjárhæð 1.500.000 kr.
  5. Í stað orðanna „og þjónustu skv. 3. mgr.“ í 4. mgr. kemur: mat á hæfi skv. 3. mgr. og þjónustu skv. 4. mgr.

 

VII. KAFLI

Breyting á lögum um greiðslu kostnaðar við
rekstur umboðsmanns skuldara, nr. 166/2011.

14. gr.

    Í stað „0,008536%“ í 1. mgr. 5. gr. laganna kemur: 0,007143%.

 

VIII. KAFLI

Breyting á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999.

15. gr.

    Í stað „12.034 kr.“ í 3. málsl. 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: 12.334 kr.

 

16. gr.

    Í stað orðanna „og 2021“ í ákvæði til bráðabirgða VII í lögunum kemur: 2021 og 2022.

 

17. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

    Vegna útreiknings á dvalarframlagi skv. 21. gr. er á tímabilinu 1. janúar 2022 til og með 31. desember 2022 unnt að óska eftir því að Tryggingastofnun ríkisins beri saman útreikning dvalar­framlags fyrir og eftir gildistöku laga um breytingu á lögum um almannatryggingar og lögum um málefni aldraðra, nr. 166/2006, og laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, lögum um félags­lega aðstoð, lögum um Ábyrgðasjóð launa, lögum um fæðingar- og foreldraorlof, lögum um málefni aldraðra og lögum um húsnæðismál, nr. 120/2009. Ef samanburðurinn sýnir aukna kostnaðar­þátttöku heimilismanns frá því sem var fyrir gildistöku þeirra laga skal leiðrétta dvalar­framlag vegna framangreinds tímabils til samræmis við það.

 

IX. KAFLI

Breyting á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007.

18. gr.

    Í stað „25%“ í 2. málsl. 5. mgr. 18. gr. laganna kemur: 11%.

 

19. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 23. gr. laganna:

  1. Í stað „1.200.000 kr.“ í 4. málsl. 1. mgr. kemur: 2.400.000 kr.
  2. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þá skal lífeyrisþegi hafa 2.400.000 kr. sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna.

 

20. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða í lögunum:

  1. Í stað „3. málsl.“ og „2021“ í 14. tölul. kemur: 2. málsl.; og: 2022.
  2. Í stað „2021“ þrívegis í 1. málsl. 18. tölul. kemur: 2022.
  3. Í stað „46,36%“ í 1. málsl. 18. tölul. kemur: 54,55%.
  4. Við bætist nýr töluliður, 25. tölul., svohljóðandi: Þeir sem eiga rétt á greiðslu örorkulífeyris skv. 18. gr., slysaörorkulífeyris skv. 12. gr. laga um slysatryggingar almannatrygginga, nr. 45/2015, eða endurhæfingarlífeyris skv. 7. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, á árinu 2021 skulu fá eingreiðslu að fjárhæð 53.100 kr. Hafi lífeyrisþegi fengið greiddar bætur hluta úr ári skal eingreiðslan vera í hlutfalli við greiðsluréttindi hans á árinu. Eingreiðsla þessi, sem skal innt af hendi eigi síðar en 31. desember 2021, skal ekki teljast til tekna greiðsluþega og ekki leiða til skerðingar annarra greiðslna.
  5. Við bætist nýr töluliður, 26. tölul., svohljóðandi: Þeir sem fá eftirstöðvar bóta greiddar sem eingreiðslu frá sjúkratryggingastofnuninni samkvæmt lögum um slysatryggingar almanna­trygginga og hafa áður fengið mánaðarlegar lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins á grundvelli 75% slysa­örorku­mats skulu eiga rétt á að frá sama tíma breytist 75% slysa­örorku­mat þeirra í 75% örorkumat skv. 18. gr. án sérstakrar umsóknar, að því gefnu að skilyrði 18. gr. séu uppfyllt. Jafnframt skulu þeir eftir því sem við á eiga rétt á öðrum tengdum greiðslum samkvæmt lögunum og lögum um félagslega aðstoð.
        Þeir sem fá eftirstöðvar bóta greiddar í einu lagi frá sjúkratryggingastofnuninni sam­kvæmt lögum um slysatryggingar almannatrygginga og hafa fengið mánaðarlegar lífeyris­greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins á grundvelli 50–74% slysaörorkumats og til viðbótar einnig fengið greiðslur á grundvelli 75% örorkumats skv. 18. gr. skulu frá sama tíma fá óskertar þær örorkulífeyrisgreiðslur skv. 18. gr. sem þeir eiga rétt á vegna 75% örorku­mats samkvæmt þeirri grein. Jafnframt skulu þeir eftir því sem við á eiga rétt á öðrum tengdum greiðslum samkvæmt lögunum og lögum um félagslega aðstoð.
        Þeir sem fá eftirstöðvar bóta greiddar sem eingreiðslu frá sjúkratryggingastofnuninni sam­kvæmt lögum um slysatryggingar almannatrygginga og hafa fengið mánaðarlegar lífeyris­greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins á grundvelli 50–74% slysaörorkumats án þess að vera jafnframt metnir til 75% örorku skv. 18. gr. eiga ekki rétt á áframhaldandi greiðslum nema þeir sæki um og fái samþykkt örorkumat skv. 18. eða 19. gr.
        Skerðing örorkugreiðslna skv. 18. eða 19. gr. vegna eingreiðslu vegna slysaörorkumats sem er undir 50% samkvæmt lögum um slysatryggingar almannatrygginga skal falla niður frá 1. janúar 2022.
        Þeir sem hafa fengið mánaðarlega greiðslu barnalífeyris samkvæmt lögum um slysa­trygg­ingar almannatrygginga fá áframhaldandi barnalífeyri greiddan án sérstakrar umsóknar ef skilyrði 20. gr. eru uppfyllt.

 

X. KAFLI

Breyting á lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007.

21. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. málsl. 3. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum:

  1. Í stað „2021“ þrívegis kemur: 2022.
  2. Í stað „46,36%“ kemur: 54,55%.

 

XI. KAFLI

Breyting á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda
og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997
.

22. gr.

    Í stað „2021“ tvívegis í ákvæði til bráðabirgða XI í lögunum kemur: 2022.

 

23. gr.

    Í stað orðanna „og 2021“ í ákvæði til bráðabirgða XV í lögunum kemur: 2021 og 2022.

 

XII. KAFLI

Breyting á lögum um sóknargjöld o.fl., nr. 91/1987.

24. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

    Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. skal gjald sem rennur til þjóðkirkjusafnaða og skráðra trúfélaga vera 1.107 kr. á mánuði árið 2022 fyrir hvern einstakling 16 ára og eldri í lok næstliðins árs á undan gjaldári.

 

XIII. KAFLI

Breyting á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012.

25. gr.

    Í stað „2021“ og „3.430 kr.“ í 4. mgr. 14. gr. a laganna kemur: 2022; og: 5.767 kr.

 

XIV. KAFLI

Breyting á lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013.

26. gr.

    Í stað „18.300 kr.“ í 4. málsl. 1. mgr. 14. gr. laganna kemur: 18.800 kr.

 

XV. KAFLI

Breyting á lögum um tryggingagjald, nr. 113/1990.

27. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða IV í lögunum:

  1. Orðin „1. tölul. 2. mgr. 3. gr. og“ falla brott.
  2. Í stað orðanna „og 2021“ kemur: 2021 og 2022.

 

XVI. KAFLI

Breyting á lögum um atvinnutengda starfsendurhæfingu
og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða, nr. 60/2012
.

28. gr.

    Í stað „2021“ í ákvæði til bráðabirgða III í lögunum kemur: 2022.

 

XVII. KAFLI

Breyting á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003.

29. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 5. tölul. 1. mgr. 66. gr. laganna:

  1. Í stað orðanna „hækkun á launavísitölu“ í 1. málsl. kemur: mismun á vísitölu neysluverðs.
  2. Við 1. málsl. bætist: að viðbættum 1,0% framleiðnivexti á ári.
  3. Á eftir 1. málsl. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Endurskoða skal mat á framleiðnivexti á fimm ára fresti, í fyrsta sinn vegna staðgreiðsluársins 2027.

 

30. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. A-liðar 67. gr. laganna:

  1. Við 2. málsl. bætist: að viðbættum 1,0% framleiðnivexti á ári.
  2. Á eftir 2. málsl. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Endurskoða skal mat á framleiðnivexti á fimm ára fresti, í fyrsta sinn vegna staðgreiðsluársins 2027.

 

31. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 4. mgr. A-liðar 68. gr. laganna:

  1. Í stað „234.500 kr.“ og „279.200 kr.“ í 1. málsl. og „390.700 kr.“ og „400.800 kr.“ í 2. málsl. kemur: 248.000 kr.; 295.000 kr.; 413.000 kr.; og: 423.000 kr.
  2. Í stað „8.424.000 kr.“, „11.000.000 kr.“, „4.212.000 kr.“ og „5.500.000 kr.“ í 1. tölul. kemur: 9.098.000 kr.; 12.320.000 kr.; 4.549.000 kr.; og: 6.160.000 kr.
  3. Í stað „11.000.000 kr.“ og „5.500.000 kr.“ í 2. tölul. kemur: 12.320.000 kr.; og: 6.160.000 kr.
  4. Í stað „140.000 kr.“, „8.424.000 kr.“ og „4.212.000 kr.“ í lokamálslið kemur: 148.000 kr.; 9.098.000 kr.; og: 4.549.000 kr.

 

32. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða XLI í lögunum:

  1. Í stað „og 2021“ í 1.–5. mgr. kemur: 2021 og 2022.
  2. Í stað „og 2020“ í 1.–5. mgr. kemur: 2020 og 2021.

 

XVIII. KAFLI

Breyting á lögum um úrvinnslugjald, nr. 162/2002.

33. gr.

    Í stað „28 kr./kg“ í 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. a laganna kemur: 30 kr./kg.

 

34. gr.

    Í stað „28 kr./kg“ í viðauka I við lögin kemur: 30 kr./kg.

 

35. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á viðauka IV við lögin:

  1. Í stað „50,00 kr./kg“ kemur hvarvetna: 60,00 kr./kg.
  2. Í stað „0,90 kr./kg“ í tollskrárnúmerinu 2710.1940 kemur: 1,1 kr./kg.

 

36. gr.

    Í stað „220,00 kr./kg“ í viðauka VI við lögin kemur hvarvetna: 260,00 kr./kg.

 

37. gr.

    Í stað „42,00 kr./kg“ í viðauka VIII við lögin kemur hvarvetna: 50,00 kr./kg.

 

38. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á viðauka X við lögin:

  1. Í stað „100,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 130,00 kr./kg.
  2. Í stað „615,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 800,00 kr./kg.
  3. Í stað „188,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 245,00 kr./kg.
  4. Í stað „222,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 289,00 kr./kg.
  5. Í stað „6,00 kr./stk.“ hvarvetna kemur: 8,00 kr./stk.

 

XIX. KAFLI

Breyting á lögum um gistináttaskatt, nr. 87/2011.

39. gr.

    Í stað „2021“ í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða I í lögunum kemur: 2023.

 

XX. KAFLI

Breyting á lögum um opinber fjármál, nr. 123/2015.

40. gr.

    Í stað orðsins „ríkissjóðs“ í 9. tölul. 3. gr., 2. málsl. 2. tölul. 2. mgr. 5. gr., 1. málsl. 1. mgr. og inngangsmálslið 2. mgr. 56. gr., 1. málsl. 61. gr. og 6. mgr. 64. gr. laganna kemur: ríkisins.

 

41. gr.

    Á undan orðunum „hins opinbera“ í 1. málsl. 1. tölul. 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: A1-hluta.

 

42. gr.

    Í stað „A-hluta“ í inngangsmálslið 3. tölul. 2. mgr. og 4. mgr. 5. gr., 1. mgr. og 1. málsl. 2. mgr. 14. gr., 1. tölul., 1. málsl. 2. tölul., 3. og 4. tölul. 1. mgr. 16. gr., 3. og 9. tölul. 2. mgr. 17. gr., 1. tölul., 1. málsl. 2. tölul. og 1. málsl. 3. tölul. 19. gr., 1. mgr. 22. gr., 4. mgr. 27. gr., 2. mgr. 28. gr., 1. málsl. 1. mgr. 34. gr., 1. málsl. 1. mgr. og 1. málsl. 2. mgr. 35. gr., 1. mgr. 36. gr., 2. og 3. málsl. 1. mgr. og tvívegis í 2. mgr. 37. gr., 1. og 2. málsl. 1. mgr. 38. gr., 1. málsl. 1. mgr. og 3. mgr. 40. gr., 1. málsl. 1. mgr. 41. gr., 1. mgr. 43. gr., 1. málsl. 2. mgr. 46. gr., 1. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. 47. gr., 1. málsl. 1. mgr. 48. gr., tvívegis í 1. mgr. og 1. og 2. málsl. 3. mgr. 51. gr., 6. tölul. 2. mgr. 56. gr. og 1. málsl. 60. gr. laganna kemur: A1-hluta.

 

43. gr.

    Í stað orðanna „hins opinbera, þ.e. A-hluta ríkissjóðs“ í inngangsmálslið 1. mgr. 7. gr. laganna kemur: A1-hluta ríkissjóðs.

 

44. gr.

    5. tölul. 1. mgr. 16. gr. laganna orðast svo: Heimildum A1-, A2- og B-hluta til að taka og veita lán og til að veita ríkisábyrgðir.

 

45. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 17. gr. laganna:

  1. Á eftir orðinu „fjárheimilda“ í 1. tölul. kemur: A1-hluta.
  2. Við 2. tölul. bætist: fyrir A1-hluta.
  3. Á undan orðinu „ríkissjóðs“ í 4. tölul. kemur: A1-hluta.
  4. Á undan „B-hluta“ í 4. tölul. kemur: A2- og.
  5. Á undan „B-hluta“ í 7. tölul. kemur: A2-, A3- og.

 

46. gr.

    Í stað „ A-hluta“ í fyrirsögn 24., 31., 32., 35., 51. og 60. gr. laganna kemur: A1-hluta.

 

47. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 25. gr. laganna:

  1. Á undan „B-hluta“ í 1. málsl. kemur: A3- og.
  2. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Fjárskuldbindingar A3- og B-hluta.

 

48. gr.

    50. gr. laganna orðast svo:

    Flokkun á starfsemi ríkisins er gerð á grundvelli alþjóðlegs hagskýrslustaðals um opinber fjármál. Nánari flokkun starfseminnar er eftirfarandi:

  1. A-hluti. Til A-hluta telst starfsemi og kjarnaverkefni ríkisins. A-hluti skiptist í þrjá hluta:
    1. A1-hluti. Starfsemi sem er einkanlega fjármögnuð með skatttekjum, lögbundnum þjónustutekjum og framlögum.
    2. A2-hluti. Starfsemi lána- og fjárfestingarsjóða og önnur starfsemi sem er rekin undir stjórn ríkisins og stendur undir sér með sölu á vöru eða þjónustu, leigu og lána­starfsemi.
    3. A3-hluti. Starfsemi hlutafélaga sem eru að meiri hluta í eigu ríkissjóðs en sinna hlut­verkum á sviði opinberrar þjónustu samkvæmt alþjóðlegum hagskýrslustöðlum.
  2. B-hluti. Til B-hluta teljast önnur fyrirtæki og lánastofnanir sem eru undir beinni stjórn ríkisins og rekin eru á ábyrgð ríkissjóðs og ekki teljast til A-hluta. Þessir aðilar starfa á markaði og standa að stærstum hluta undir kostnaði við starfsemi sína með tekjum af sölu á vöru eða þjónustu til almennings og fyrirtækja.
  3. C-hluti. Til C-hluta teljast sameignar- eða hlutafélög í meirihlutaeigu ríkisins sem starfa á markaði. Til C-hlutans telst einnig Seðlabanki Íslands.

    Ráðherra ber ábyrgð á flokkun ríkisaðila, verkefna, fyrirtækja og sjóða samkvæmt grein þessari og gerir grein fyrir henni í frumvarpi til fjárlaga ár hvert.

    Ákvæði IV. kafla um framkvæmd fjárlaga taka ekki til A2- og A3-hluta ríkissjóðs.

 

49. gr.

    Í stað „A-hluta“ í 2. málsl. 1. mgr. 52. gr., 1. málsl. 1. mgr. og 3. mgr. 54. gr., 55. gr., 3. málsl. 1. mgr., 2. mgr., 1. málsl. 3. mgr., 4. mgr., 1. málsl. 5. mgr. og 6. mgr. 64. gr., 1. málsl. 1. mgr. og 1. málsl. 2. mgr. 65. gr. og 1. málsl. 2. mgr. 67. gr. laganna kemur: A1- og A2-hluta.

 

50. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 52. gr. laganna:

  1. Í stað orðanna „ríkissjóðs og ríkisaðila í A-hluta“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: í heild og einstakra ríkisaðila í A1- og A2-hluta.
  2. Í stað orðanna „B- og C-hluta ríkissjóðs“ í 3. mgr. kemur: A3-, B- og C-hluta.

 

51. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 54. gr. laganna:

  1. Á eftir orðinu „sýna“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: eftir því sem við á.
  2. Í stað „B- og C-hluta“ í 4. mgr. kemur: A3-, B- og C-hluta.

 

52. gr.

    Í stað „ A-hluta“ í fyrirsögn 55. gr. laganna kemur: A1- og A2-hluta.

 

53. gr.

    Í stað orðsins „ ríkissjóðs“ í fyrirsögn 60. gr. laganna kemur: ríkisins.

 

XXI. KAFLI

Breyting á lögum um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku, nr. 98/2004.

54. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 3. mgr. 3. gr. a laganna:

  1. Í stað fjárhæðarinnar „0,34 kr.“ í 1. málsl. kemur: 0,41 kr.
  2. Í stað fjárhæðarinnar „0,11 kr.“ í 2. málsl. kemur: 0,13 kr.

 

XXII. KAFLI

Breyting á lögum um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga
sem sæta sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda
án þess að vera sýktir, nr. 24/2020
.

55. gr.

    Í stað ártalsins „2021“ í 1. málsl. 1. mgr. 1. gr. laganna kemur: 2022.

 

56. gr.

    Í stað orðanna „tekjuárið 2019“ í 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. laganna kemur: undanfarandi tekjuár.

 

57. gr.

    Í stað ártalsins „2022“ í 1. málsl. 3. mgr. 9. gr. laganna kemur: 2023.

 

58. gr.

    Við 11. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

    Atvinnurekendur sem fá greidda styrki úr Atvinnuleysistryggingasjóði vegna þátttöku launa­manns í vinnumarkaðsúrræði eiga ekki rétt á greiðslum samkvæmt lögum þessum vegna sama launa­manns á sama tímabili og fyrrnefndir styrkir eiga við um.

 

XXIII. KAFLI

Breyting á lögum um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006.

59. gr.

    Í stað ártalsins „2021“ í 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XV í lögunum kemur: 2022.

 

XXIV. KAFLI

Breyting á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988.

60. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

    Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 42. gr. skal á tímabilinu frá 1. janúar 2022 til og með 31. ágúst 2022 endurgreiða byggjendum íbúðarhúsnæðis 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af vinnu manna sem unnin er innan þess tímabils á byggingarstað. Jafnframt skal á sama tíma endurgreiða eigendum íbúðarhúsnæðis 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af vinnu manna sem unnin er innan þess tímabils við endurbætur eða viðhald þess. Að öðru leyti gilda ákvæði 2. mgr. 42. gr. á umræddu tímabili.

    Á tímabilinu frá 1. janúar 2022 til og með 30. júní 2022 skal endurgreiða byggjendum frístunda­húsnæðis 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af vinnu manna sem unnin er innan þess tímabils á byggingarstað. Jafnframt skal á sama tíma endurgreiða eigendum frístunda­húsnæðis 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af vinnu manna sem unnin er innan þess tímabils við endurbætur eða viðhald þess. Að öðru leyti gilda ákvæði 2. mgr. 42. gr. á umræddu tímabili eftir því sem við á.

    Á tímabilinu frá 1. janúar 2022 til og með 30. júní 2022 skal endurgreiða byggjendum íbúðar­húsnæðis og frístundahúsnæðis 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af þjónustu sem veitt er innan þess tímabils vegna hönnunar eða eftirlits með byggingu þess háttar húsnæðis. Jafnframt skal á sama tímabili endurgreiða eigendum íbúðarhúsnæðis og frístundahúsnæðis 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af þjónustu sem veitt er innan þess tímabils vegna hönnunar eða eftirlits við endurbætur eða viðhald þess háttar húsnæðis.

    Á tímabilinu frá 1. janúar 2022 til og með 30. júní 2022 skal endurgreiða eigendum eða leigj­endum íbúðarhúsnæðis 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af vinnu manna vegna heimilisaðstoðar eða reglulegrar umhirðu íbúðarhúsnæðis.

    Ákvæði 1. mgr. nær á tímabilinu 1. janúar 2022 til og með 30. júní 2022 jafnframt til annars hús­næðis sem er alfarið í eigu sveitarfélaga eða stofnana og félaga sem alfarið eru í eigu sveitar­félaga, enda sé húsnæðið skráð í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands.

    Endurgreiðsla samkvæmt ákvæði þessu tekur ekki til virðisaukaskatts sem færa má til innskatts, sbr. VII. kafla. Skilyrði endurgreiðslu samkvæmt ákvæði þessu er að seljandi þjónustu sé skráður á virðisaukaskattsskrá á því tímamarki þegar viðskipti eiga sér stað.

    Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um framkvæmd endurgreiðslu samkvæmt ákvæði þessu.

 

61. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2022. Þó öðlast ákvæði d-liðar 20. gr. þegar gildi.

    Ákvæði 15. gr. kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2022 vegna tekna ársins 2021.

    Ákvæði 29. og 30. gr. koma til framkvæmda á staðgreiðsluárinu 2022 og við álagningu opinberra gjalda á árinu 2023.

    Ákvæði 31. gr. kemur til framkvæmda við ákvörðun barnabóta í fyrirframgreiðslu og við álagn­ingu opinberra gjalda á árinu 2022.

 

Gjört á Bessastöðum, 30. desember 2021.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

.


A deild - Útgáfud.: 30. desember 2021