Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 863/2019

Nr. 863/2019 18. september 2019

AUGLÝSING
um skipulagsmál í Borgarbyggð.

Urriðaá, óveruleg breyting á deiliskipulagi.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir Urriðaá. Tillagan er sett fram í greinargerð og í uppdrætti dags. 28. febrúar 2019. Breyt­ingin varðar deiliskipulagsuppdrátt. Engar breytingar eru gerðar á skilmálum deiliskipulags. Breyting á deili­skipulagi Urriðaár, frístundabyggðar, tekur til færslu á lóðamörkum Brókarstígs 11 og 13, ásamt byggingarreitum þeirra. Lóðamörk eru hliðruð 20 m frá hnitapunkti 38 til norðausturs. Fyrirhuguð breyting er í samræmi við aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022. Ástæða fyrir færslu lóðamarka er að fyrirhuguð staðsetning byggingar á Brókarstíg 11 var ekki innan byggingarreits. Engar athuga­semdir voru gerðar við grenndarkynningu. Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulags­laga nr. 123/2010.

Litla-Brekka, óveruleg breyting á deiliskipulagi.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Litlu-Brekku. Í breytingartillögu er lóð nr. 2 stækkuð og færð lítillega til. Fyrirhuguð breyting er í samræmi við aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022. Umhverfis- og skipulagssvið hefur kynnt nágrönnum og hagsmunaaðilum fyrirhugaða framkvæmd. Engar athugasemdir voru gerðar við grenndar­kynningu. Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Borgarnesi, 18. september 2019.

Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 2. október 2019