Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1317/2018

Nr. 1317/2018 5. október 2018

REIKNINGUR
Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir árið 2017.

Rekstrarreikningur árið 2017

Tekjur  þús. kr.
 Framlag ríkissjóðs  18.522.435
 Framlag sveitarfélaga  25.166.489
 Önnur framlög        814.710
 Tekjur alls   44.503.634
    
Framlög  
 Bundin framlög  1.119.920
 Sérstök framlög  6.197.030
 Jöfnunarframlög  11.056.560
 Jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla  10.823.196
  Framlög vegna þjónustu við fatlað fólk   16.155.244
 Framlög alls   45.351.949
    
Rekstrarkostnaður  
 Laun og launatengd gjöld  7.454
 Annar rekstrarkostnaður        130.904
 Rekstrarkostnaður samtals        138.358
    
 Framlög og gjöld alls   45.490.307
    
 Halli/rekstrarafgangur  (986.672)
 Hreinar fjármunatekjur  233.280
    
 Halli/tekjuafgangur ársins     (753.392)


Efnahagsreikningur 31. desember 2017

Eignir  
 Veltufjármunir:  
 Sveitarfélög, hluti í óinnheimtu útsvari í staðgreiðslu  2.180.226
 Ríkissjóður, eftirstöðvar, innheimt staðgreiðsla  8.012
 Ríkissjóður, lögbundin framlög  17.035
 Áfallnar vaxtatekjur  251.774
 Aðrar skammtímakröfur         11.360
 Skammtímakröfur samtals    2.568.408
    
 Handbært fé:  
 Bankareikningar    1.501.259
    
Eignir alls    4.069.666
    
 Utan efnahagsreiknings  14.262.054
    
Skuldir og eigið fé  
 Eigið fé:  
 Höfuðstóll       590.569
    
 Skammtímaskuldir:  
 Ríkissjóður, lögbundin framlög  0
 Ógreiddur fjármagnstekjuskattur  50.355
 Ógreidd framlög  450.294
 Aðrar skammtímaskuldir     2.978.448
 Skammtímaskuldir samtals     3.479.097
    
 Skuldir samtals     3.479.097
    
Skuldir og eigið fé alls     4.069.666


Sjóðstreymi árið 2017

Rekstrarhreyfingar  
 Veltufé frá rekstri:  
 Tekjuafgangur/halli samkvæmt rekstrarreikningi      (753.392)
 Veltufé frá rekstri      (753.392)
    
 Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum:  
 Skammtímakröfur (hækkun), lækkun  (167.407)
 Skammtímaskuldir (lækkun), hækkun   (2.621.031)
    (2.788.438)
    
 Handbært fé frá rekstri   (3.541.830)
    
Fjármögnunarhreyfingar  
 Breyting á stöðu við ríkissjóð:  
 Framlag ríkissjóðs  (18.522.435)
 Greitt úr ríkissjóði    18.267.759
        (254.676)
    
 Hækkun (lækkun) á handbæru fé  (3.796.506)
    
 Handbært fé í ársbyrjun       5.297.765
    
 Handbært fé í árslok       1.501.259


Staðfesting ársreiknings

Ársreikningur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er gerður á grundvelli laga um opinber fjármál nr. 123/2015. Reikningsskilaðferðir eru í meginatriðum þær sömu og árið áður.

Á árinu 2017 var rekstrarhalli Jöfnunarsjóðsins 753,4 m.kr. samanborið við 221,3 m.kr. árið áður. Samkvæmt efnahagsreikningi í árslok námu eignir alls 4.069,7 m.kr., skuldir 3.479,1 m.kr. og eigið fé 590,6 m.kr.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga staðfesta ársreikning Jöfnunarsjóðs fyrir árið 2017 með áritun sinni.

Reykjavík, 5. október 2018.

Sigurður Ingi Jóhannsson
samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Guðný Sverrisdóttir,           
formaður ráðgjafarnefndar  
Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Áritun ríkisendurskoðanda

Til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Samkvæmt 17. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga skal Ríkisendurskoðun endurskoða reikning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Álit.

Endurskoðun á ársreikningi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir árið 2017 var framkvæmd samkvæmt lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Ársreikningurinn hefur að geyma staðfestingu ráðherra og formanns ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á ársreikningnum, rekstrarreikning, efnahagsreikning, yfirlit um sjóðstreymi, upplýsingar um mikilvægar reiknings­skila­aðferðir og aðrar skýringar.

Það er álit ríkisendurskoðanda að ársreikningurinn gefi glögga mynd af fjárhagsstöðu Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 31. desember 2017, afkomu hans og breytingu á handbæru fé á árinu 2017, í sam­ræmi við lög um opinber fjármál.

Grundvöllur fyrir áliti.

Endurskoðað var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla fyrir opinbera aðila. Ábyrgð ríkis­endurskoðanda samkvæmt þeim stöðlum er nánar lýst í kaflanum um ábyrgð ríkis­endurskoð­anda. Ríkisendurskoðandi er óháður Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og hefur unnið í samræmi við lög um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga og siðareglur alþjóða­samtaka ríkis­endurskoðenda (INTOSAI). Ríkisendurskoðandi telur að við endurskoðunina hafi verið aflað nægilegra og viðeigandi gagna til að undirbyggja álit á ársreikningnum.

Ábyrgð forsvarsmanna Jöfnunarsjóðs á ársreikningnum.

Ráðherra hefur á hendi yfirstjórn Jöfnunarsjóðs og er ábyrgur fyrir gerð og framsetningu árs­reikningsins í samræmi við lög um opinber fjármál, settar reglur og fyrirmæli. Ráðherra er einnig ábyrgur fyrir því innra eftirliti sem nauðsynlegt er að sé til staðar við gerð og framsetningu árs­reikn­ings­ins, þannig að hann sé án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka.

Ábyrgð ríkisendurskoðanda á endurskoðun ársreikningsins.

Markmið ríkisendurskoðanda er að afla nægjanlegrar vissu um að ársreikningurinn sé án verulegra annmarka, hvort sem er af völdum sviksemi eða mistaka og að gefa út áritun sem felur í sér álit á ársreikningnum.

Nægjanleg vissa er mikið öryggi, en ekki trygging þess að endurskoðun sem framkvæmd er í sam­ræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla fyrir opinbera aðila muni uppgötva allar verulegar skekkjur séu þær til staðar. Skekkjur geta orðið vegna mistaka eða sviksemi og eru álitnar veru­legar ef þær gætu haft áhrif á fjárhagslega ákvarðanatöku notenda ársreikningsins, einar og sér eða samanlagðar.

Framkvæmd endurskoðunar hjá ríkisendurskoðanda er í samræmi við alþjóðlega endur­skoð­unar­staðla fyrir opinbera aðila og hún byggir á faglegri dómgreind og gagnrýni. Þá ber við endur­skoð­unina að fara eftir ákvæðum laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkis­reikn­inga. Í þessu felst að ríkisendurskoðanda ber að:

 • Greina og meta hættuna á verulegri skekkju í ársreikningnum, hvort sem er vegna mistaka eða sviksemi, skipuleggja og framkvæma endurskoðunaraðgerðir til að bregðast við þeirri hættu og afla endurskoðunargagna sem eru nægjanleg og viðeigandi til að undirbyggja álit á reikningnum. Hættan á að uppgötva ekki verulega skekkju vegna sviksemi er meiri en að uppgötva ekki skekkju vegna mistaka, þar sem sviksemi getur falið í sér samsæri, fölsun, villandi framsetningu ársreiknings, að einhverju sé viljandi sleppt eða að farið sé framhjá reglum innra eftirlits.
 • Kanna hvort rekstur og umsvif séu í samræmi við heimildir fjárlaga, fjáraukalaga og annarra laga, lögmæt fyrirmæli, samninga og starfsvenjur þar sem það á við.
 • Afla skilnings á innra eftirliti í þeim tilgangi að skipuleggja viðeigandi endurskoðunaraðgerðir og meta hvort það tryggir viðunandi árangur.
 • Meta hvort reikningsskilaaðferðir og reikningshaldslegt mat stjórnenda ásamt tengdum skýringum séu viðeigandi í samræmi við reikningsskilareglur fyrir opinbera aðila.
 • Meta í heild sinni hvort ársreikningurinn gefi glögga mynd af undirliggjandi viðskiptum og atburðum, meta framsetningu, uppbyggingu og innihald, þar með talið skýringar með tilliti til glöggrar myndar.

Ríkisendurskoðandi upplýsir forsvarsmenn sjóðsins meðal annars um áætlað umfang og tíma­setn­ingu endurskoðunarinnar og mikilvæg atriði sem kunna að koma upp við endurskoðunina, þar á meðal verulega annmarka á innra eftirliti.

Ríkisendurskoðun, 8. október 2018.

Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi.


B deild - Útgáfud.: 8. janúar 2019