Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1060/2019

Nr. 1060/2019 15. nóvember 2019

GJALDSKRÁ
fyrir Skagafjarðarveitur, vatnsveita.

1. gr.

Vatnsgjald.

Samkvæmt 6. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004 er heimilt að leggja á fasteign almennt vatnsgjald hafi vatnsveita verið tengd við mannvirki á fasteign. Mannvirki telst tengt vatns­veitu þegar heimæð hefur verið tengd frá vatnsveitulögn í vatnsinntak notanda. Samkvæmt 6. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004 er heimilt að leggja á fasteign almennt vatnsgjald hafi vatnsveita verið tengd við mannvirki á fasteign. Mannvirki telst tengt vatnsveitu þegar heimæð hefur verið tengd frá vatnsveitulögn í vatnsinntak notanda.

2. gr.

Stofn til álagningar vatnsgjalds.

Stofn til álagningar vatnsgjalds á allar fasteignir skal vera fasteignamat þeirra. Stofn til álagn­ingar vatnsgjalds á lóðir og lönd skal vera fasteignamat. Vatnsgjald fer aldrei yfir 0,5% af fasteigna­mati.

3. gr.

Hundraðshluti vatnsgjalds af fasteignamati.

Af öllum fasteignum, sem gjaldskyldar eru, skal greiða vatnsgjald sem nemur 0,16% af álagn­ingar­stofni. Lágmarksgjald skal vera kr. 44,94 pr. rúmmetra og hámarksgjald kr. 53,67 pr. rúmmetra.

4. gr.

Gjalddagar.

Gjalddagar vatnsgjalds skulu vera þeir sömu og sveitarstjórn Skagafjarðar ákveður fyrir fast­eignagjald og skal innheimtu vatnsgjalds hagað á sama hátt og innheimtu fasteignagjalds.

5. gr.

Notkunargjald.

Auk vatnsgjalds skulu fyrirtæki og aðrir, er nota kalt vatn til annars en heimilisþarfa, greiða notk­unargjald. Notkunargjald skal innheimta samkvæmt rúmmetramæli sem Skagafjarðarveitur leggja til og eru gjalddagar annan hvern mánuð. Notkunargjald skal vera 32,08 kr. pr. rúmmetra.

6. gr.

Mælaleiga.

Mælaleiga skal vera eftirfarandi:

  Vatnsmælar DN 40 og minni 65,58 kr. á dag
  Vatnsmælar DN 50 til DN 80 32,73 kr. á dag
  Vatnsmælar DN 100 til DN 150 131,15 kr. á dag

7. gr.

Heimæðar.

Gjöld fyrir heimæðar miðast við, að ídráttarrör fyrir heimæð hafi verið lagt á frostfríu dýpi frá tengistað Skagafjarðarveitna við lóðarmörk að tengistað mannvirkis (inntaksrými). Enn fremur er miðað við, að lega og frágangur ídráttarrörsins hafi verið tekin út og samþykkt af Skagafjarðar­veitum.

Þvermál
inntaks:
 
32 mm

40 mm

50 mm

63 mm

75 mm
Heimæðar-
gjald kr.:

155.869

191.049

243.960

304.402

380.481

Heimæðargjald fyrir inntök > 75 mm eru reiknuð út hjá Skagafjarðar­veitum.

Sé um óskipulagt svæði að ræða, eða aðstæður óvenjulegar, er heimilt að krefjast sérstaks auka­gjalds af húseiganda eða gera honum að greiða fyrir heimæðina samkvæmt kostnaði, en gera skal honum aðvart um það fyrir fram. Þetta á einnig við ef nauðsynlegt reynist að fleyga eða sprengja klöpp eða frost er í jörðu.

8. gr.

Verðlagning.

Veitunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur ákvörðun um vatnsgjald samkvæmt 3. gr. í lok hvers árs, fyrir gerð fjárhagsáætlunar næsta ár á eftir. Önnur gjöld í gjaldskrá þessari miðast við bygg­ingarvísitölu 1. nóvember 2004, 303,9 stig og breytast samkvæmt henni á sex mánaða fresti (1. janúar og 1. júlí).

Gjöld vatnsveitunnar bera ekki virðisaukaskatt.

9. gr.

Gildistaka.

Gjaldskráin var samþykkt af sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar 13. nóvember 2019, sam­kvæmt 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004. Gjald­skráin öðlast gildi þegar í stað, jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá sama efnis nr. 1294/2018.

Sauðárkróki, 15. nóvember 2019.

Sigfús I. Sigfússon sveitarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 29. nóvember 2019