Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 735/2022

Nr. 735/2022 7. júní 2022

AUGLÝSING
um deiliskipulag í Fjallabyggð.

Athafna- og hafnarsvæði í Ólafsfirði.
Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti 2. júní 2022, deiliskipulag athafna- og hafnarsvæðis í Ólafs­firði. Skipulagssvæðið er um 11 ha að stærð og markast af gámasvæði við Vesturstíg til vesturs, bryggju­kanti og varnargörðum til norðurs, Námuvegi til austurs, Múlavegi, Strandgötu og Ægisgötu til suðurs. Deiliskipulagið felur í sér m.a. að skilgreina lóðir fyrir mismunandi starfsemi og þarfir, bæta hafnaraðstöðu og öryggi þeirra sem um hafnarsvæðin fara og að bæta umhverfi og ásýnd svæðisins. Deiliskipulagið hefur hlotið meðferð skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið öðlast þegar gildi.

 

Fjallabyggð, 7. júní 2022.

 

Hafey Pétursdóttir tæknifulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 22. júní 2022