Deiliskipulag Móahverfis. Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti 10. maí 2022 deiliskipulag fyrir Móahverfi. Deiliskipulagið tekur til nýs íbúðarhverfis vestan Borgarbrautar þar sem gert er ráð fyrir rúmlega eitt þúsund íbúðum í sérbýlis- og fjölbýlishúsum. Þá er jafnframt gert ráð fyrir útivistar- og almenningssvæðum ásamt verslun og þjónustu. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 40.-42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.
Breyting á deiliskipulagi fyrir 3. áfanga Naustahverfis – Hagahverfi. Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti 15. júní 2022 breytingu á deiliskipulagi fyrir 3. áfanga Naustahverfis – Hagahverfi. Breytingin tekur til lóðarinnar Nonnahaga 5 og felur í sér stækkun á byggingarreit um 0,25 m til suðurs. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarbæjar, 16. júní 2022,
María Markúsdóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.
|