Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 252/2019

Nr. 252/2019 13. mars 2019

AUGLÝSING
um skipulagsmál í Hveragerðisbæ.

Óveruleg breyting á deiliskipulagi við Bröttuhlíð, Laufskóga, Klettahlíð og Þverhlíð.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 14. febrúar 2019 óverulega breytingu á deili­skipulagi við Bröttuhlíð, Laufskóga, Klettahlíð og Þverhlíð. Breytingin nær einungis til lóðanna Bratta­hlíð 1 og 3 og felur í sér að vegghæð húsa á lóðunum má vera 4 m í stað 3 m, nýt­ingar­hlutfall lóðarinnar Brattahlíð 3 má vera 0,46 í stað 0,4 og heimild er fyrir fjórum íbúðum (fast­eignum) á hvorri lóð í stað tveggja íbúða (fasteigna) með heimild fyrir einni aukaíbúð í hverri fasteign.
Deiliskipulag þetta hefur hlotið meðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast nú þegar gildi.

Hveragerði, 13. mars 2019.

Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 13. mars 2019