Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 118/2022

Nr. 118/2022 28. desember 2022

LÖG
um breytingu á lögum um tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist, nr. 110/2016 (framlenging gildistíma o.fl.).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

1. gr.

    Á eftir orðunum „útgefendum hljóðrita“ í 1. gr. laganna kemur: og eftir atvikum þjónustuaðila.

 

2. gr.

    Við 3. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Þjónustuaðili: Sá aðili sem veitir útgefanda hljóðrita þjónustu og sækir um endurgreiðslu fyrir hans hönd.

 

3. gr.

    Við 5. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

    Þrátt fyrir skilyrði 1. mgr. 4. gr. og 1. mgr. er þjónustuaðila heimilt að sækja um endurgreiðslu hluta kostnaðar sem fellur til við hljóðritun hér á landi. Í umsókn skal tilgreina áætlaðan útgáfudag og skal hann vera innan hæfilegra marka frá þeim tíma sem sótt er um endurgreiðslu. Nefnd skv. 2. mgr. 4. gr. metur í hverju tilviki fyrir sig hvað teljast hæfileg tímamörk í þessu sambandi.

 

4. gr.

    Við 6. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

    Ráðherra er heimilt með reglugerð að kveða nánar á um hvaða kostnaður telst endurgreiðslu­hæfur.

 

5. gr.

    Í stað ártalsins „2022“ í 2. málsl. 1. mgr. og 3. mgr. 11. gr. laganna kemur: 2027.

 

6. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

 

Gjört á Bessastöðum, 28. desember 2022.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Lilja D. Alfreðsdóttir.


A deild - Útgáfud.: 30. desember 2022