Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 789/2017

Nr. 789/2017 5. september 2017

AUGLÝSING
um afgreiðslu bæjarráðs Kópavogsbæjar á tillögum að breyttu deiliskipulagi.

Þorrasalir 21. Breytt deiliskipulag.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010, samþykkti bæjarráð Kópavogsbæjar þann 13. júlí 2017 breytt deiliskipulag fyrir Þorrasali 21. Í breytingunni felst að byggingarreitur stækkar til norðausturs og norðlæg hlið hússins stallast frekar. Hámarksgrunnflötur stækkar um 42 m², úr 180 m² í 222 m² og hámarksflatarmál húss eykst úr 300 m² í 306 m².
Málsmeðferð var skv. 3. mgr. 44. gr. ofangreindra laga. Uppdrættir hafa hlotið þá meðferð sem ofan­greind lög mæla fyrir um. Skipulagið öðlast þegar gildi.

Austurkór 171. Breytt deiliskipulag.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010, samþykkti bæjarráð Kópavogsbæjar þann 24. ágúst 2017 breytt deiliskipulag fyrir Austurkór 171. Í breytingunni felst að á lóðinni verður hús á einni hæð án kjallara og gólfkóti aðgangshæðar er lækkaður úr 122,80 í 122,45. Grunnflötur hússins stækkar um 9 m².
Málsmeðferð var skv. 3. mgr. 44. gr. ofangreindra laga. Uppdrættir hafa hlotið þá meðferð sem ofan­greind lög mæla fyrir um. Skipulagið öðlast þegar gildi.

Hafnarbraut 9, 13-15 og Bakkabraut 10. Breytt deiliskipulag.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010, samþykkti bæjarráð Kópavogsbæjar þann 24. ágúst 2017 breytt deiliskipulag fyrir Hafnarbraut 9, 13-15 og Bakkabraut 10. Í breytingunni felst að bygging­ar­reitur 4. hæðar Hafnarbrautar 9 færist um fjóra metra til vesturs.
Málsmeðferð var skv. 3. mgr. 44. gr. ofangreindra laga. Uppdrættir hafa hlotið þá meðferð sem ofan­greind lög mæla fyrir um. Skipulagið öðlast þegar gildi.

Melahvarf 3. Breytt deiliskipulag.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010, samþykkti bæjarráð Kópavogsbæjar þann 10. ágúst 2017 breytt deiliskipulag fyrir Melahvarf 3. Breytingin felur í sér að heimilt verður að reisa ein­býlis­hús ásamt bílskúr, hljóðveri og stakstætt gestahús á lóðinni. Heildarbyggingarmagn verður 428,2 m², hámarkshæð 6,6 m og nýtingarhlutfall lóðar 0,27.
Málsmeðferð var skv. 1. mgr. 43. gr. ofangreindra laga. Uppdrættir hafa hlotið þá meðferð sem ofan­­greind lög mæla fyrir um. Skipulagið öðlast þegar gildi.

Kópavogi, 5. september 2017.

Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri.


B deild - Útgáfud.: 8. september 2017