Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 132/2019

Nr. 132/2019 24. janúar 2019

AUGLÝSING
um breytingu á deiliskipulagi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps eftirfarandi deiliskipulagsáætlun:

Deiliskipulag, Hólaskógur, Gnúpverjaafréttur.
Í deiliskipulaginu felst afmörkun fjögurra lóða. Á lóðinni Hólaskógur 1 (15.000 m²) er til staðar fjallaskáli og er heimilað að byggja við hann allt að 150 m² fyrir hreinlætisaðstöðu. Á lóðinni Hólaskógur 2 (5.241 m²) er gangnamannaskáli sem verður varðveittur. Á lóðinni Hólaskógur 3 (2.278 m²) er fjallaskáli sem heimilað er að endurgera og stækka í 250 m². Á lóðinni Hólaskógur 4 (195.446 m²) verði safngirðing fyrir fé og hross.
Samþykkt í sveitarstjórn þann 3. október 2018.

Ofangreind deiliskipulagsáætlun hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast þegar gildi.

Laugarvatni, 24. janúar 2019.

Skipulags- og byggingarfulltrúi uppsveita bs.,

Rúnar Guðmundsson.


B deild - Útgáfud.: 7. febrúar 2019