Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 478/2021

Nr. 478/2021 29. apríl 2021

AUGLÝSING
um deiliskipulag í Bláskógabyggð.

Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 hefur sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkt eftir­farandi deiliskipulagsáætlanir:

 

Deiliskipulag, Kolgrafarhóll, Apavatn 2.
Deiliskipulagið tekur til 5 frístundalóða auk einnar lóðar sem skilgreind er sem land­bún­aðar­land í landi Apavatns 2 (Efra-Apavatns). Heildarstærð landsins sem deiliskipulagið tekur til er um 3,9 ha og eru lóðarstærðir á bilinu 5.000 - 29.987 m². Gert er ráð fyrri byggingar­heimildum fyrir frístundahús, gestahús og annað húsnæði sem getur verið geymsla, hesthús, áhaldahús eða gufu­bað.
Samþykkt í sveitarstjórn 10. desember 2020.

 

Deiliskipulagsbreyting, Skálabrekka, frístundabyggð.
Óveruleg breyting er gerð á skilmálum deiliskipulags frístundabyggðar í landi Skálabrekku. Breytingin felur í sér rýmkun á heimildum er varðar þakhalla, sem fer úr 14-30° í 0-30°.
Samþykkt í sveitarstjórn 4. mars 2021.

 

Ofangreindar deiliskipulagsáætlanir hafa hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast þegar gildi.

 

Laugarvatni, 29. apríl 2021.

Skipulags- og byggingarfulltrúi uppsveita bs.,

Vigfús Þór Hróbjartsson.


B deild - Útgáfud.: 30. apríl 2021