Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 4/2023

Nr. 4/2023 11. janúar 2023

AUGLÝSING
um samning við Danmörku ásamt Færeyjum er varðar afmörkun landgrunnsins handan 200 sjómílna á svæðinu milli Færeyja, Íslands, meginlands Noregs og Jan Mayen.

Samningur milli ríkisstjórnar Íslands annars vegar og ríkisstjórnar Konungsríkisins Danmerkur ásamt landsstjórn Færeyja hins vegar er varðar afmörkun landgrunnsins handan 200 sjómílna á svæð­inu milli Færeyja, Íslands, meginlands Noregs og Jan Mayen, sem gerður var í Stokkhólmi 30. október 2019, öðlaðist gildi 14. desember 2022.

Samningurinn er birtur sem fylgiskjal 1 með auglýsingu þessari og markalína á Ægisdjúpi, afmörkuð í samningnum (skýringarmynd), er birt sem fylgiskjal 2.

Þetta er hér með gert almenningi kunnugt.

 

Utanríkisráðuneytinu, 11. janúar 2023.

 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.

Martin Eyjólfsson.

 

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


C deild - Útgáfud.: 10. mars 2023