Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 716/2019

Nr. 716/2019 24. júlí 2019

AUGLÝSING
um umferð í Reykjavík.

Samkvæmt heimild í 81. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, með síðari breytingum, og að fengnum tillögum umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar hefur lögreglustjórinn á höfuðborgar­svæðinu ákveðið eftirfarandi:

  1. Að afmörkuð verði tvö bifreiðastæði fyrir pólska sendiráðið við sunnanvert Bríetartún næst Rauðarárstíg.
    Bílastæði er merkt með umferðarmerki samkvæmt reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra.
  2. Að afmörkuð verði tvö bifreiðastæði fyrir hreyfihamlaða við Laugaveg 30.
  3. Að afmarkað verði bifreiðstæði fyrir hreyfihamlaða við Einholt 6.
    Bílastæði er merkt með umferðarmerkinu D01.21 samkvæmt reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra.
  4. Að banna stöðvun og lagningu ökutækja við austurkant Vatnsstígs frá Laugavegi í 5 metra fjarlægð frá umferðarmerki.
    Stöðvunar- og stöðubann skal merkt með umferðarmerkinu B24.11 og viðeigandi undirmerki samkvæmt reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra.
  5. Að tvær nýjar gönguþverarnir yfir Fiskislóð sín hvorum megin við gatnamót Gunnslóðar verði merktar sem gangbrautir.
    Gangbraut skal merkt beggja vegna vegar með umferðarmerkinu D02.11 og yfirborðs­merkingu vegar með M13 samkvæmt reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra.

Ákvörðun þessi tekur gildi við birtingu auglýsingarinnar.

F.h. lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, 24. júlí 2019,

Hulda Elsa Björgvinsdóttir staðgengill.


B deild - Útgáfud.: 9. ágúst 2019