Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1327/2018

Nr. 1327/2018 12. desember 2018

GJALDSKRÁ
fyrir vatnsgjald, notkunargjald, mælaleigu, stofngjald og heimæðargjald í Vesturbyggð.

1. gr.

Vatnsgjald.

Af öllum fasteignum í Vesturbyggð sem tengdar eru vatnsveitu Vesturbyggðar, ber að greiða vatns­gjald árlega til sveitarsjóðs, nema sérstaklega sé um annað samið.

2. gr.

Stofn til álagningar vatnsgjalds.

Stofn til álagningar vatnsgjalds skal vera 0,45% af fasteignamati íbúðarhúsa og lóða og 0,50% af fasteignamati allra annarra fasteigna og lóða samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001, með síðari breytingum.

3. gr.

Gjalddagar.

a) Heimæðargjald: Gjalddagi heimæðargjalds vatnsveitu miðast við útgáfu byggingarleyfis. Í þeim tilvikum er lóðarhafi, með samþykki skipulags- og umhverfisráðs, nýtir lóð undir annað en bygg­ingu miðast gjalddagi heimæðargjalds við tengingu heimæðar.
b) Vatnsgjald: Gjalddagar vatnsgjalds skulu vera þeir sömu og bæjarstjórn ákveður fyrir fast­eigna­­skatt og skal innheimtu þess hagað á sama hátt og innheimtu fasteignaskatts.
c) Notkunargjald: Gjalddagar notkunargjalds eru á 2ja mánaða fresti. Eindagi er 20 dögum eftir gjald­daga.
d) Mælaleiga: Gjalddagi leigugjalds fyrir mæli er 1. febrúar. Eindagi er 20 dögum eftir gjalddaga.

4. gr.

Notkunargjald.

Notkunargjald (aukavatnsgjald) er 18,93 kr./m³ miðað við vísitölu byggingarkostnaðar, 141,0 stig í nóvember 2018 og breytist hverju sinni til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu.

5. gr.

Mælaleiga.

Greiðendur notkunargjalds skulu árlega greiða mælagjald vegna leigu á vatnsmælum sem hér segir:

Stærð mælis Mælaleiga á ári
að 20 mm   8.299 kr.
20-24 mm 11.001 kr.
25-31 mm 13.860 kr.
32-39 mm 16.752 kr.
40-49 mm 22.147 kr.
50-74 mm 66.582 kr.
75-99 mm 72.153 kr.
100 mm og stærri 77.725 kr.

 

Mælaleiga er miðuð við vísitölu byggingarkostnaðar, 141,0 stig í nóvember 2018 og breytist hverju sinni til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu.

6. gr.

Heimæðargjald vatnsveitu.

Þvermál heimæðar PE Inntaksgjald Yfirlengd
32 mm 287.516 kr.   6.373 kr.
40 mm 373.355 kr.   7.259 kr.
50 mm 503.528 kr.   8.153 kr.
63 mm 706.648 kr. 10.081 kr.
75 mm 988.439 kr. 14.075 kr.
90 mm 1.195.878 kr.    22.231 kr.
100 mm   1.411.846 kr.    25.574 kr.
110 mm   1.648.227 kr.    34.146 kr.

Gjöldin miðast við að ídráttarrör fyrir heimlagnir hafi verið lagt á frostfríu dýpi frá tengistað vatnsveitu Vesturbyggðar við lóðarmörk, að tengistað (inntaksstað) mannvirkis, og að lega og frágangur ídráttarrörsins hafi verið tekin út og samþykkt af starfsmönnum vatnsveitu. Innifalið í heimæðargjaldi er allt að 30 metra lögn.

7. gr.

Aukagjöld vegna sérstakra aðstæðna.

Við sérstakar aðstæður, s.s. vegna frosts í jörðu og sprengingar á klöpp, skal greitt sérstakt álag er nemur 25% sem leggst ofan á heimæðargjald skv. 6. gr.

Þurfi að koma til dælingar vegna vatnsaga við lagningu heimæða, skal lóðarhafi greiða eftirfarandi:

  Vatnsdæla 3.000 kr./sólarhring
  Rafstöð fyrir dælu 4.000 kr./sólarhring

8. gr.

Ábyrgð á greiðslu gjalda.

Vatnsgjald og heimæðargjald greiðist af hús- og íbúðareiganda, lóðareiganda ef um eignarlóð er að ræða en af leigutaka ef um leigulóð er að ræða og bera þessir aðilar ábyrgð á greiðslu gjaldsins. Vatnsgjald og heimæðargjald nýtur aðfararheimildar skv. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 32/2004 um vatnsveitur sveitarfélaga, sbr. 10. tl. 1. mgr. laga um aðför nr. 90/1989, og má gera aðför í hinni skattskyldu eign án tillits til eigendaskipta. Vatnsgjald og heimæðargjald nýtur lögveðsréttar í lóð og mannvirkjum næstu tvö ár eftir gjalddaga með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði. Notkunargjald og leigugjald, ásamt áföllnum kostnaði og vöxtum, má taka fjárnámi.

9. gr.

Gildistaka.

Gjaldskrá þessi, sem samin er og samþykkt af stjórn vatnsveitu Vesturbyggðar, staðfestist hér með samkvæmt 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi gjaldskrá fyrir vatnsgjald, notkunargjald, mælaleigu, stofngjald og heimæðargjald í Vesturbyggð nr. 1134/2017.

Vesturbyggð, 12. desember 2018.

Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 10. janúar 2019