Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 743/2020

Nr. 743/2020 10. júlí 2020

AUGLÝSING
um umferð í Reykjavík.

Borgarstjórn Reykjavíkur hefur á fundi sínum 19. maí 2020, í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og að fengnu samþykki lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, ákveðið eftirfarandi:
Eftirtaldar götur verða göngugötur:

  1. Laugavegur frá Klapparstíg að Ingólfsstræti.
  2. Vegamótastígur frá Laugavegi að Grettisgötu.
  3. Skólavörðustígur frá Bergstaðastræti að Laugavegi.

Umferð ökutækja vegna vöruafgreiðslu verður heimil milli kl. 07.00 og 11.00 frá mánudegi til föstudags og milli kl. 08.00 og 11.00 á laugardögum.
Ofangreint sé merkt með viðeigandi umferðarmerkjum, í samræmi við reglugerð 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra ásamt breytingum.

 

Skrifstofu sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, 10. júlí 2020.

 

Glóey Helgudóttir Finnsdóttir skrifstofustjóri.


B deild - Útgáfud.: 24. júlí 2020