Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 255/2023

Nr. 255/2023 28. febrúar 2023

AUGLÝSING
um skipulagsmál í Rangárþingi ytra.

Tengivirki á Hellu, deiliskipulag.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8. febrúar 2023 tillögu að deiliskipulagi fyrir tengivirki Landsnets á Hellu. Landsnet vinnur að verkhönnun stækkunar tengivirkisins á Hellu í tengslum við styrkingu dreifikerfisins á Suðurlandi. Fyrir liggur að lengja þarf rofasalinn um 4-5 metra, sem er með 66kV rofabúnaði. Tillagan hefur hlotið skipulagsmeðferð í samræmi við skipulags­lög nr. 123/2010. Deiliskipulagið öðlast þegar gildi.

 

Hellu, 28. febrúar 2023.

F.h. Rangárþings ytra,

Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingarfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 14. mars 2023