Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 24/2021

Nr. 24/2021 23. apríl 2021

FORSETAÚRSKURÐUR
um breytingu á forsetaúrskurði nr. 119/2018, um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, með síðari breytingum.

Forseti Íslands
gjörir kunnugt:

Að ég, samkvæmt tillögu forsætisráðherra, staðfesti svohljóðandi forsetaúrskurð um breyt­ingu á forsetaúrskurði nr. 119/2018, um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórn­ar­ráði Íslands, með síðari breytingum:

 

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr.:

  1. Í stað orðanna „kvenna og karla“ í a-lið 3. tölul. kemur: kynjanna. 
  2. Á eftir a-lið 3. tölul. kemur nýr stafliður sem orðast svo: Stjórnsýslu jafnréttismála.
  3. Við 3. tölul. bætist nýr stafliður sem orðast svo: Sérfræðinefnd um breytingar á kyn­skráningu barna og varanlegar breytingar á ódæmigerðum kyneinkennum barna.
  4. G-liður 6. tölul. fellur brott.
  5. Við 6. tölul. bætast tveir nýir stafliðir sem orðast svo:
    1. Varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands.
    2. Vernd uppljóstrara.

 

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr.:

  1. Á eftir i-lið 2. tölul. kemur nýr stafliður sem orðast svo: Kríu – sprota- og nýsköp­unar­sjóð.
  2. Á eftir j-lið 3. tölul. kemur nýr stafliður sem orðast svo: Orkusjóð.
  3. Á eftir g-lið 4. tölul. kemur nýr stafliður sem orðast svo: Viðskiptaleyndarmál.
  4. Orðin „verðlagsráð sjávarútvegsins“ í s-lið 5. tölul. falla brott.
  5. Á eftir r-lið 6. tölul. kemur nýr stafliður sem orðast svo: Matvælasjóð.
  6. Orðin „þ.m.t. æðardúnsnefnd, ullarmatsnefnd og gærumatsnefnd“ í t-lið 6. tölul., sem verður u-liður, falla brott.
  7. Á eftir b-lið 7. tölul. kemur nýr stafliður sem orðast svo: Ferðagjafir.
  8. Á eftir a-lið 8. tölul. kemur nýr stafliður sem orðast svo: Ráðstafanir gegn óréttmætri takmörkun á netumferð o.fl.

 

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr.:

  1. C-liður 4. tölul. fellur brott.
  2. Á eftir e-lið 4. tölul., sem verður d-liður, kemur nýr stafliður sem orðast svo: Tíma­bundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar.
  3. E- og f-liður 25. tölul. falla brott.

 

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr.:

  1. Á eftir i-lið 2. tölul. kemur nýr stafliður sem orðast svo: Félagslegan viðbótarstuðning við aldraða.
  2. Á eftir i-lið 5. tölul. kemur nýr stafliður sem orðast svo: Skrá yfir störf hjá sveitar­félögum sem heimild til verkfalls nær ekki til.
  3. Á eftir j-lið 5. tölul., sem verður k-liður, koma tveir nýir stafliðir sem orðast svo:
    1. Tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví.
    2. Greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar á tímum kórónuveiru­faraldurs­ins.

 

5. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr.:

  1. Á eftir g-lið 2. tölul. koma fjórir nýir stafliðir sem orðast svo:
    1. Tekjufallsstyrki.
    2. Viðspyrnustyrki.
    3. Fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.
    4. Stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti.
  2. Á eftir a-lið 8. tölul. kemur nýr stafliður sem orðast svo: Skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja.
  3. E-liður 8. tölul., sem verður f-liður, fellur brott.
  4. Við 9. tölul. bætist nýr stafliður sem orðast svo: Endurnot opinberra upplýsinga.

 

6. gr.

J-liður 3. tölul. 6. gr. fellur brott.

 

7. gr.

C- og d-liður 3. tölul. 7. gr. orðast svo:

  1. Menntasjóð námsmanna.
  2. Málskotsnefnd Menntasjóðs námsmanna.

 

8. gr.

B-liður 5. tölul. 8. gr. fellur brott.

 

9. gr.

B-liður 2. tölul. 10. gr. orðast svo: Sendiskrifstofur og ræðisskrifstofur Íslands erlendis.

 

10. gr.

Forsetaúrskurður þessi, sem á sér stoð í 15. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, og 4. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, öðlast þegar gildi.

 

Gjört á Bessastöðum, 23. apríl 2021.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Katrín Jakobsdóttir.


A deild - Útgáfud.: 26. apríl 2021