Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 43/2021

Nr. 43/2021 19. maí 2021

LÖG
um brottfall laga um vísitölu byggingarkostnaðar, nr. 42/1987.

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

1. gr.

    Lög um vísitölu byggingarkostnaðar, nr. 42/1987, falla úr gildi.

 

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2022.

 

3. gr.

    Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á 4. gr. laga um gatnagerðargjald, nr. 153/2006:

  1. 1. mgr. orðast svo:
        Gatnagerðargjald er 15% af verðgrunni skv. 3. mgr. sem Hagstofa Íslands uppfærir með mældri breytingu vísitölu byggingarkostnaðar í næstliðnum mánuði, nema sveitarstjórn hafi mælt fyrir um lægra gjald í samþykkt sinni.
  2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
        Verðgrunnur fyrir gatnagerðargjald er verð fyrir fermetra í vísitöluhúsi fjölbýlis sam­kvæmt mælingu Hagstofu Íslands frá 20. desember 2021.

 

Gjört í Reykjavík, 19. maí 2021.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Katrín Jakobsdóttir.


A deild - Útgáfud.: 3. júní 2021