Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 26/2020

Nr. 26/2020 31. mars 2020

FJÁRAUKALÖG
fyrir árið 2020.

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

A-hluti

Fjárheimildir málefnasviða og málaflokka

1. gr.

Eftirtaldar breytingar verða á 3. gr. fjárlaga fyrir árið 2020 um fjárheimildir málefnasviða í A-hluta.

Rekstrargrunnur, m.kr. Rekstrar­framlög Rekstrar­tilfærslur Fjármagns­tilfærslur Fjárfest­ingar­framlög Heildar­fjárheimild Rekstrar­tekjur Framlag úr ríkissjóði
14 Ferðaþjónusta   3.000     3.000   3.000
23 Sjúkrahúsþjónusta 350       350 350  
24 Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa 250       250   250
27 Örorka og málefni fatlaðs fólks   400     400   400
29 Fjölskyldumál   3.240     3.240   3.240
32 Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála 400       400   400
34 Almennur varasjóður og sértækar fjárráðstafanir     4.950 12.986 17.936   17.936
Samtals 1.000 6.640 4.950 12.986 25.576   25.576

 

A-hluti

Fjárheimildir málefnasviða og málaflokka

2. gr.

Eftirtaldar breytingar verða á 4. gr. fjárlaga fyrir árið 2020 um fjárheimildir málefnasviða og málaflokka í A-hluta, sundurliðaðar eftir ráðuneytum.

Rekstrargrunnur, m.kr. Æðsta stjórn ríkis­ins For­sætis­ráðu­neyti Mennta- og menn.­mála­ráðu­neyti Utan­ríkis­ráðu­neyti Atv.­vega- og nýsköp­unar­ráðu­neyti Dóms­mála­ráðu­neyti Félags­mála­ráðu­neyti Heil­brigðis­ráðu­neyti Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti Sam­göngu- og sveitar­stj.ráðu­neyti Umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyti Heildar­fjár­heimild Fram­lag úr ríkis­sjóði
14 Ferða­þjónusta         3.000             3.000 3.000
14.10 Ferða­þjónusta         3.000             3.000 3.000
23 Sjúkra­hús­þjón­usta               350       350 350
23.10 Sér­hæfð sjúkra­hús­þjón­usta               350       350 350
24 Heil­brigðis­þjón­usta utan sjúkra­húsa               250       250 250
24.10 Heilsu­gæsla               250       250 250
27 Örorka og málefni fatlaðs fólks             400         400 400
27.40 Aðrar örorku­greiðslur (Önnur vel­ferðar­mál, líf­eyris­trygg.)             400         400 400
29 Fjöl­skyldu­mál             140   3.100     3.240 3.240
29.10 Barna­bætur                 3.100     3.100 3.100
29.40 Annar stuðn­ingur við fjöl­skyldur og börn             140         140 140
32 Lýð­heilsa og stjórn­sýsla vel­ferðar­mála               400       400 400
32.10 Lýð­heilsa, for­varnir og eftir­lit               400       400 400
34 Al­menn­ur vara­sjóður og sér­tækar fjár­ráð­staf­anir                 17.936     17.936 17.936
34.20 Sér­tækar fjá­rráðstaf­anir                 17.936     17.936 17.936
Samtals         3.000   540 1.000 21.036     25.576 25.576

 

Ýmis ákvæði

Lántökur, endurlán og ríkisábyrgðir

3. gr.

Eftirtaldar breytingar verða á 5. gr. fjárlaga fyrir árið 2020: Breyting er gerð á 1. tölulið sem orðast svo:

  1. Að taka lán allt að 140.000 m.kr., eða jafngildi þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt, og ráðstafa því í samræmi við ákvæði þessara laga.

 

Ýmis ákvæði

Heimildir

4. gr.

Eftirtaldar breytingar verða á 6. gr. fjárlaga fyrir árið 2020: Nýir liðir:

7.28 Að veita framlög í sérstakt tímabundið fjárfestingarátak til að vinna gegn samdrætti í hag­kerfinu með arðbærum fjárfestingum sem auka eftirspurn eftir vinnuafli. Skilyrði fram­laga til verkefnis er að það hefjist eigi síðar en 1. september 2020 og sé að fullu lokið eigi síðar en 1. apríl 2021.
7.29 Að auka hlutafé í opinberum félögum í því skyni að auka fjárfestingargetu þeirra á árinu 2020.
7.30 Að heimila gerð samnings við Íslandsstofu um samræmt kynningar- og markaðsstarf erlendis á árunum 2020–2021 til að bregðast við neikvæðum áhrifum heimsfaraldurs á íslenska ferðaþjónustu.
7.31 Að staðfesta ráðstöfun allt að 1,5 ma.kr. til markaðsátaks til stuðnings við íslenska ferðaþjónustu sem m.a. getur falið í sér hvatningu til ferðalaga innan lands með útgáfu gjafabréfs til allra íbúa 18 ára og eldri.
7.32 Að veita lánastofnunum ábyrgð ríkissjóðs sem nemi 50–70% höfuðstóls viðbótarlána þeirra til fyrirtækja sem orðið hafa fyrir verulegu tekjutapi vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Jafnframt er honum heimilt að semja við Seðlabanka Íslands um framkvæmd á veitingu ábyrgða gagnvart lánastofnunum. Skulu lánastofnanir við lánveitingarnar uppfylla nánari skilyrði sem fram skulu koma í samningi við Seðlabankann. Í samningnum skulu tilgreind þau hlutlægu skilyrði sem lögð verða til grundvallar ákvörðunum um skiptingu ábyrgða milli lánastofnana, ásamt nánari skilyrðum um hvernig tryggja megi að fyrirgreiðsla lána­stofn­ana byggist á skýrum, málefnalegum og gagnsæjum forsendum sem leiði til jafn­ræðis þeirra fyrirtækja sem leita eftir fyrirgreiðslu og hvernig reglubundinni skýrslugjöf skuli háttað. Heildarábyrgð ríkissjóðs vegna viðbótarlána getur numið frá 35–50 ma.kr.

 

Gjört á Bessastöðum, 31. mars 2020.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Bjarni Benediktsson.

 

SUNDURLIÐUN
(sjá PDF-skjal)


A deild - Útgáfud.: 31. mars 2020