Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1024/2021

Nr. 1024/2021 9. september 2021

SAMÞYKKT
um breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar, nr. 1329/2018.

1. gr.

14. gr. samþykktarinnar og heiti hennar breytist og verður svohljóðandi:

Fjarfundir.

Heimilt er einstökum nefndarmanni að taka þátt í fundum bæjarstjórnar, ráða og nefnda með rafrænum hætti í gegnum fjarfundarbúnað skv. 4. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga ef hann er staddur innan sveitarfélagsins eða er á ferðum innan lands á vegum Akureyrarbæjar, en að öðrum kosti skal kalla inn varamann.

Ef nefndarmaður, einn eða fleiri, taka þátt í fundi með fjarfundarbúnaði skal tryggja jafna möguleika allra fundarmanna til þátttöku á fundi og í atkvæðagreiðslu, óskerta mögu­leika þeirra til að fylgjast með því sem þar fer fram og öryggi samskipta milli fundarmanna.

 

2. gr.

Samþykkt þessi sem bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur sett skv. ákvæðum 9. og 18. gr. sveitar­stjórnarlaga nr. 138/2011, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.

 

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 9. september 2021.

 

F. h. r.

Hermann Sæmundsson.

Stefanía Traustadóttir.


B deild - Útgáfud.: 13. september 2021