Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 958/2023

Nr. 958/2023 4. september 2023

AUGLÝSING
um skipulagsmál í Reykjanesbæ.

Dalshverfi III, breyting á deiliskipulagi.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti 22. ágúst 2023 breytingu á deiliskipulagi Dalshverfis, III áfanga.
Breyting á deiliskipulagi vegna lóða við Trölladal 11, reit G skv. deiliskipulagi. Megin­breyt­ingar eru að íbúðum á reit fjölgar úr 24 í 30 og byggingarmagn er aukið um 480 m² alls. Bílastæða­krafa lækkar úr 2 stæðum á lóð í 1,5, sbr. uppdrætti Teikna teiknistofu arkitekta dags. 10. maí 2023.
Skipulagsbreytingin hefur hlotið meðferð í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

 

Efnislosunarsvæði – Njarðvíkurheiði, nýtt deiliskipulag.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti 20. júní 2023 nýtt deiliskipulag fyrir efnislosunarsvæði – Njarðvíkurheiði.
Reykjanesbær undirbýr jarðefnamóttöku á svæði sunnan Reykjanesbrautar sem í aðalskipulagi er skilgreint fyrir efnislosunarsvæði (E5) á Njarðvíkurheiði. Skipulagssvæðið er tæpir 5 hektarar og heimil losun 500.000 rúmmetrar. Heimilt verði að losa efni til geymslu.
Skipulagsbreytingin hefur hlotið meðferð í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

 

Reykjanesbæ, 4. september 2023,

 

Kjartan M. Kjartansson bæjarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 18. september 2023