Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 625/2020

Nr. 625/2020 9. júní 2020

AUGLÝSING
um breytingu á deiliskipulagi í Vesturbyggð.

Bíldudalshöfn, aukið nýtingarhlutfall.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti á fundi sínum 20. maí 2020 breytingu á deiliskipulagi Bíldudalshafnar. Breytingin fól í sér breytingu á nýtingarhlutfalli og stækkun lóðar fyrir meltutanka við Strandgötu 10-12 á Bíldudal. Breytingartillagan var grenndarkynnt með athugasemdafresti til 28. apríl 2020.
Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og öðlast þegar gildi.

 

Patreksfirði, 9. júní 2020.

 

Óskar Örn Gunnarsson skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 24. júní 2020