Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 488/2023

Nr. 488/2023 4. maí 2023

REGLUR
um stöðureiti og gjaldtöku við Seljalandsfoss, Rangárþingi eystra.

Með vísan til 2. og 3. mgr. 86. gr umferðarlaga nr. 77/2019 skulu eftirfarandi reglur gilda um stöðureiti og gjaldtöku við Seljalandsfoss í Rangárþingi eystra:

1. Heimilt er að leggja bifreiðum á afmörkuðum stöðureitum við Seljalandsfoss.
2. Gjaldskrá fyrir bifreiðastöður er sem hér segir:
  Einkabíll og jeppar kr.    900
  Jeppar – hópferða að 8 farþegum kr. 1.000
  Hópferðabifreiðar að 19 farþegum kr. 1.800
  Hópferðabifreiðar 20 farþegar o.fl. kr. 3.500
  Gjaldið veitir heimild til að leggja bifreið daginn sem greitt er.
3. Seljalandsfoss ehf. og sveitarstjórn annast innheimtu stöðugjalda og skal þeim varið til að standa straum af byggingarkostnaði, viðhaldi og rekstri stöðureita, þ.m.t. launum varða og kostnaði við uppbyggingu, viðhald og rekstur þjónustu sem veitt er í tengslum við notkun stöðureita, svo sem salernisaðstöðu og gerð og viðhaldi göngustíga og tenginga við önnur samgöngumannvirki.

 

Hvolsvelli, 4. maí 2023.

 

Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 23. maí 2023