Hinn 23. febrúar 2012 var belgíska utanríkisráðuneytinu afhent staðfestingarskjal Íslands vegna tilmæla Tollasamvinnuráðsins, sem samþykkt voru af aðalráði Alþjóðatollastofnunarinnar í Brussel 30. júní 2007, um breytingu á samningnum um stofnun Tollasamvinnuráðs, frá 15. desember 1950, sbr. auglýsingu í C-deild Stjórnartíðinda nr. 2/1971, þar sem samningurinn er birtur. Tilkynnt verður síðar um gildistöku tilmælanna.
Tilmælin eru birt sem fylgiskjal með auglýsingu þessari.
Þetta er hér með gert almenningi kunnugt.
Utanríkisráðuneytinu, 26. ágúst 2022.
F. h. r.
Martin Eyjólfsson.
|