Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 5/2021

Nr. 5/2021 10. febrúar 2021

LÖG
um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940 (umsáturseinelti).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

1. gr.

    Á eftir 232. gr. laganna kemur ný grein, 232. gr. a, svohljóðandi:

    Hver sem endurtekið hótar, eltir, fylgist með, setur sig í samband við eða með öðrum sambæri­legum hætti situr um annan mann og háttsemin er til þess fallin að valda hræðslu eða kvíða skal sæta sektum eða fangelsi allt að 4 árum.

 

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

 

Gjört í Reykjavík, 10. febrúar 2021.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.


A deild - Útgáfud.: 11. febrúar 2021