Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 2/2017

Nr. 2/2017 6. júní 2017

AUGLÝSING
um reglugerð um innleiðingu viðauka við alþjóðasamning um varnir gegn mengun frá skipum, 1973, með breytingum samkvæmt bókun 1978 (MARPOL-samninginn).

1. gr.

Eftirfarandi viðaukar við MARPOL-samninginn öðlast gildi hér á landi með reglugerð nr. 586/2017 um innleiðingu viðauka við alþjóðasamning um varnir gegn mengun frá skipum, 1973, með breyt­ingum samkvæmt bókun 1978 (MARPOL-samninginn), sem birt er í B-deild Stjórnartíðinda:

  1. Viðauki I um varnir gegn olíumengun frá skipum.
  2. Viðauki II um varnir gegn mengun vegna eitraðra efna í fljótandi formi sem flutt eru í geymum skipa.
  3. Viðauki III um varnir gegn mengun af völdum skaðlegra efna sem flutt eru í pökkuðu formi.
  4. Viðauki V um varnir gegn sorpmengun frá skipum.

Viðaukar I, II, III og V við MARPOL-samninginn og breytingar við þá eru birtir á ensku í fylgi­skjölum 1, 2, 3 og 4 með auglýsingu þessari.

2. gr.

Auglýsing þessi er sett með stoð í a-lið, g-lið, j-lið og s-lið 6. gr. laga nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda, sbr. heimild í 2. mgr. 4. gr., sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 15/2005 um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað og öðlast þegar gildi.

Þetta er hér með gert almenningi kunnugt. 

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 6. júní 2017.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Helga Jónsdóttir.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


C deild - Útgáfud.: 30. júní 2017