Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1743/2021

Nr. 1743/2021 29. desember 2021

AUGLÝSING
um deiliskipulag í Bláskógabyggð.

Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 hefur sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkt eftir­farandi deiliskipulagsáætlanir:

 

Deiliskipulag, Aphóll, Apavatn 2, L167621.
Deiliskipulagið tekur til 15 lóða í landi Apavatns 2 og er deiliskipulagssvæðið á lóðum sem að hluta til hefur verið byggt á. Á svæðinu eru þegar stofnaðar lóðir og nokkur eldri frístundahús. Lóðamörk flestra lóða eru óbreytt.
Samþykkt í sveitarstjórn 5. ágúst 2021.

 

Deiliskipulag, Skálabrekka eystri, L224848.
Um er að ræða deiliskipulag frístundabyggðar í landi Skálabrekku eystri. Svæðið sem um ræðir er um 38,6 ha að stærð og er gert ráð fyrir 28 frístundalóðum innan þess. Heimilt er að reisa frístundahús auk geymslu, svefnhúss eða gróðurhúss innan byggingarreits, þó ekki stærra en 40 m². Nýtingarhlutfall lóða skal ekki fara umfram 0,03. Heildarbyggingarmagn húsa á lóðunum má þó ekki vera meira en 300 m².
Samþykkt í sveitarstjórn 25. maí 2021.

 

Deiliskipulag, Skálabrekka, L170163.
Um er að ræða deiliskipulag frístundabyggðar í landi Skálabrekku miðhluta. Svæðið sem um ræðir er um 25 ha að stærð og er gert ráð fyrir um 27 frístundalóðum innan þess. Heimilt er að reisa frístundahús auk geymslu, svefnhúss eða gróðurhúss innan byggingarreits, þó ekki stærra en 40 m². Nýtingarhlutfall lóða skal ekki fara umfram 0,03.
Samþykkt í sveitarstjórn 24. júní 2021.

 

Deiliskipulag, Hrosshagi 5, L228433 og 5b.
Í deiliskipulaginu felst að landinu er skipt upp í tvær landeignir þar sem m.a. er gert ráð fyrir uppbyggingu á íbúðarhúsum, útihúsum, hesthúsum og gestahúsum.
Samþykkt í sveitarstjórn 1. september 2021

 

Deiliskipulag, Lækjarhvammur 4 og 5.
Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarheimilda innan lóðanna þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu sumarhúss, gestahúss allt að 40 m² og geymslu allt að 15 m² innan hámarks­nýtingarhlutfalls 0,03.
Samþykkt í sveitarstjórn 4. nóvember 2021.

 

Ofangreindar deiliskipulagsáætlanir hafa hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast þegar gildi.

 

Laugarvatni, 29. desember 2021.

Skipulagsfulltrúi Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita bs.,

Vigfús Þór Hróbjartsson.


B deild - Útgáfud.: 14. janúar 2022