Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 757/2020

Nr. 757/2020 16. júlí 2020

AUGLÝSING
um skipulagsmál í Hafnarfjarðarkaupstað.

Breyting á deiliskipulagi Suðurgata – Hamarsbraut.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulagsfulltrúi á fundi sínum þann 8. júlí 2020 breytingu er nær til lóðarinnar við Suðurgötu 40. Breytingin var einnig staðfest á fundi bæjar­ráðs þann 16. júlí 2020.
Í breytingunni felst að fallið er frá gerð kjallara og að húsið verði þess í stað aðalhæð og ris. Vegghæð frá kóta við götu verður 4,3 m í stað 3,5 m og hámarkshæð mænis 7,3 m frá kóta við götu. Hækkun hússins verður því 0,8 m. Byggingarreitur hússins er stækkaður baka til, til norðvesturs.
Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.

 

Hafnarfirði, 16. júlí 2020.

 

Gunnþóra Guðmundsdóttir skipulagsfulltúi.


B deild - Útgáfud.: 30. júlí 2020