Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 138/2021

Nr. 138/2021 30. desember 2021

LÖG
um breytingu á lögum um Barna- og fjölskyldustofu og lögum um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (flutningur starfsmanna).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

I. KAFLI

Breyting á lögum um Barna‑ og fjölskyldustofu, nr. 87/2021.

1. gr.

Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Starfsmenn Barnaverndarstofu sem eru í starfi við gildistöku laga þessara verða starfs­menn hjá Barna‑ og fjölskyldustofu með sömu ráðningarkjörum. Um rétt starfsmanna til starfa hjá Barna‑ og fjölskyldustofu fer eftir ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfs­manna ríkisins, nr. 70/1996. Ákvæði 7. gr. laga nr. 70/1996 gilda ekki við ráðstöfun starfa samkvæmt þessu ákvæði.

 

II. KAFLI

Breyting á lögum um Gæða‑ og eftirlitsstofnun velferðarmála, nr. 88/2021.

2. gr.

Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Starfsmenn ráðuneytisstofnunarinnar Gæða‑ og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barna­verndar, aðrir en þeir sem fara með verkefni samkvæmt lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk, nr. 88/2011, sem eru í starfi við gildistöku laga þessara verða starfsmenn hjá Gæða‑ og eftirlitsstofnun velferðarmála með sömu ráðningarkjörum. Um rétt starfsmanna til starfa hjá Gæða‑ og eftirlitsstofnun velferðarmála fer eftir ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfs­manna ríkisins, nr. 70/1996. Ákvæði 7. gr. laga nr. 70/1996 gilda ekki við ráðstöfun starfa samkvæmt þessu ákvæði.

 

 

3. gr.

Lög þessi öðlast þegar gildi.

 

Gjört á Bessastöðum, 30. desember 2021.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.


A deild - Útgáfud.: 30. desember 2021