Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1116/2020

Nr. 1116/2020 17. nóvember 2020

AUGLÝSING
um deiliskipulag í Garðabæ.

Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulagsstjóri Garðabæjar, með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar, þann 11. nóvember 2020 eftirfarandi deiliskipulagsbreytingu:

 

Seinakur 8, óveruleg breyting á deiliskipulagi Akra.
Breytingin gerir ráð fyrir að heimilt verði að byggja á 60% útbyggingarreits til vesturs í stað 50% útbyggingarreits.

 

Óveruleg breyting á deiliskipulagi íþrótta- og skólasvæðis við Skólabraut.
Breytingin gerir ráð fyrir lóð og byggingarreit fyrir smádreifistöð.

 

Ofangreindar deiliskipulagsáætlanir hafa hlotið þá meðferð sem skipulagslög nr. 123/2010 kveða á um og öðlast þegar gildi.

 

Garðabæ, 17. nóvember 2020.

 

Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.


B deild - Útgáfud.: 18. nóvember 2020