Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 733/2022

Nr. 733/2022 16. júní 2022

AUGLÝSING
um skipulagsmál í Vestmannaeyjabæ.

Breyting á deiliskipulagi miðbæjar Vestmannaeyja við Hvítingaveg.
Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar samþykkti 24. febrúar 2022 breytingu á deiliskipulagi mið­bæjar Vestmannaeyja við Hvítingaveg. Helstu breytingar eru að fjórum byggingarlóðum er bætt við, við norðurhlið Hvítingavegs, auk byggingarlóðar aftan við Skólaveg 21b (Alþýðuhús). Gert er ráð fyrir vegslóða sem mun liggja á milli Skólavegs 21b og Safnahúss og að byggingarlóðunum norðan­verðum.
Deiliskipulagið hefur hlotið málsmeðferð skv. ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi.

 

F.h. bæjarstjórnar Vestmannaeyja, 16. júní 2022,

 

Dagný Hauksdóttir skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 21. júní 2022