Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 36/2018

Nr. 36/2018 9. maí 2018

LÖG
um breytingu á lögum um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016 (EES-reglur, eftirlitsstofnanir o.fl.).

HANDHAFAR VALDS FORSETA ÍSLANDS
   samkvæmt 8. gr. stjórnarskrárinnar
forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar,
gjöra kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og vér staðfest þau með samþykki voru:

1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:

 1. Á undan orðunum „27. gr.“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: 2.–5. mgr.
 2. Við 5. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Reglurnar geta m.a. falið í sér ákvæði um gjaldþolskröfur, stjórnarhætti og upplýsingagjöf til Fjármálaeftirlitsins.

2. gr.

    Við 19. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:

    Fjármálaeftirlitið skal setja reglur sem byggjast á tæknilegum framkvæmdastöðlum Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunarinnar um meðferð máls þegar starfsleyfi er veitt fyrir félag með sérstakan tilgang. Í reglunum skulu einnig vera ákvæði um form á eyðublöðum vegna gagna­skila skv. 6. tölul. 1. mgr.

    Fjármálaeftirlitið getur sett reglur sem byggjast á tæknilegum framkvæmdastöðlum Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunarinnar um meðferð mála vegna samvinnu og upplýs­inga­skipta milli eftirlitsstjórnvalda í aðildarríkjum þegar félag með sérstakan tilgang gerir ráð fyrir áhættu vegna vátryggingafélags sem er í öðru aðildarríki en þar sem félag skv. 1. mgr. hefur starfs­leyfi.

3. gr.

    Við 25. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

    Fjármálaeftirlitið skal tilkynna Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnuninni um veitt starfsleyfi hér á landi.

4. gr.

    Á eftir 3. mgr. 30. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:

    Fjármálaeftirlitið skal afhenda Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnuninni árlega eftir­farandi upplýsingar:

 1. Meðaltal viðbótargjaldþolskröfu á hvert vátryggingafélag og dreifingu viðbótar­gjaldþols­krafna sem Fjármálaeftirlitið hefur lagt á árið á undan sem skal mælt sem hlutfall af gjaldþols­kröfum og sýnt aðskilið fyrir:
  1. vátryggingafélög,
  2. líftryggingafélög,
  3. skaðatryggingafélög,
  4. vátryggingafélög sem reka bæði líftrygginga- og skaðatryggingastarfsemi,
  5. endurtryggingafélög.
 2. Hlutfall viðbótargjaldþolskrafna sem lagðar eru á skv. 1. mgr. 32. gr., sundurgreint skv. 1. tölul. þessarar málsgreinar.
 3. Fjölda vátryggingafélaga sem fá undanþágu frá reglubundnum gagnaskilum til Fjármála­eftirlitsins og fjölda vátryggingafélaga sem fá undanþágu frá því að skila lista yfir allar eignir skv. 6. og 7. mgr. 31. gr. ásamt umfangi gjaldþolskrafna, iðgjalda, vátrygg­inga­skuldar og eigna, mældu, eftir því sem við á, sem hlutfall af heildarumfangi gjaldþols­krafna, iðgjalda, vátryggingaskuldar og eigna vátryggingafélaga hér á landi.

5. gr.

    Í stað orðsins „lífeyriseftirlitsstofnunarinnar“ í 13. mgr. 31. gr., 9. mgr. 44. gr., 5. mgr. 45. gr., 4. mgr. 49. gr., 2. og 3. mgr. 50. gr., 4. mgr. 57. gr., 1. og 2. mgr. 101. gr., 2. og 3. mgr. 103. gr., 2. mgr. 121. gr. og 173. gr. laganna kemur: lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunarinnar.

6. gr.

    Við 33. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:

    Fjármálaeftirlitið getur óskað eftir aðstoð Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóða­eftirlits­stofn­unarinnar eða Eftirlitsstofnunar EFTA, eftir því sem við á, skv. 19. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1094/2010 um að koma á fót evrópskri eftirlits­stofnun (Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin) ef því er ekki heimilað að gera vettvangs­athugun skv. 3. mgr. Sama gildir um eftirlitsstjórnvöld annarra aðildarríkja ef þeim er ekki heimilað að gera vettvangsathugun hjá vátryggingafélagi sem hefur útvistað starfsemi hér á landi, sbr. 2. mgr.

    Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnuninni er heimilt skv. 21. gr. reglugerðar Evrópu­þingsins og ráðsins (ESB) nr. 1094/2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin) að taka þátt í vettvangsathugun vegna útvistaðrar starfsemi ef tvö eða fleiri eftirlitsstjórnvöld gera hana sameiginlega.

7. gr.

     Við 34. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

    Þegar vátryggingafélag með höfuðstöðvar í öðru aðildarríki, sem hefur stofnsett útibú eða veitir þjónustu hér á landi, hyggst yfirfæra vátryggingastofn sinn til annars félags, sem hefur starfsleyfi í aðildarríki, skal Fjármálaeftirlitið birta opinberlega tilkynningu vegna yfirfærslubeiðninnar skv. 3. mgr. ef vátryggingaráhættan er hér á landi.

8. gr.

    Í stað orðsins „sjálfstæðir“ í 1. málsl. og orðsins „sjálfstæði“ í 2. málsl. 7. mgr. 41. gr. lag­anna kemur: heilbrigðir; og: heilbrigði.

9. gr.

    Við 60. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:

    Fjármálaeftirlitið getur sett reglur sem byggjast á tæknilegum framkvæmdastöðlum Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunarinnar þar sem fram koma tæmandi upplýsingar um hvað eigi að koma fram í tilkynningu um fyrirhuguð kaup eða aukningu á virkum eignarhlut.

    Fjármálaeftirlitið skal setja reglur sem byggjast á tæknilegum framkvæmdastöðlum Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunarinnar sem tilgreina nánar þau atriði sem hafa skal til hliðsjónar við mat á hæfi skv. 61. gr.

10. gr.

    Við 4. mgr. 69. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fjármálaeftirlitið skal samþykkja fyrir fram ákvarðanir sem hafa í för með sér lækkun á gjaldþolsliðum vátryggingafélags, þ.m.t. endurkaupaáætlanir á eigin hlutabréfum.

11. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 117. gr. laganna:

 1. Við 4. mgr. bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Eftirlitsstofnun EFTA tekur ákvörðun að beiðni Fjármálaeftirlitsins um það hvort aðstæður teljist mjög óvenjulegar eða óhagstæðar. Eftirlitsstofnun EFTA skal í samráði við Fjármálaeftirlitið meta hvort aðstæðurnar séu enn fyrir hendi og Eftirlitsstofnun EFTA lýsir því yfir í samráði við Fjármálaeftirlitið þegar aðstæður teljast ekki lengur mjög óvenjulegar eða óhagstæðar.
 2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
      Ef Fjármálaeftirlitið telur að fjárhagsstaða vátryggingafélags sem fær frest til að endur­reisa fjárhag við mjög óvenjulegar og óhagstæðar aðstæður muni versna enn frekar getur það takmarkað eða bannað ráðstöfun vátryggingafélags á fjármunum og eignum þess. Fjár­mála­eftirlitið skal tilkynna eftirlitsstjórnvöldum aðildarríkja þar sem vátryggingafélagið hefur útibú eða starfsemi um aðgerðir sem það grípur til eftir því sem við á. Fái Fjár­mála­eftirlitið slíka tilkynningu um útibú eða starfsemi vátryggingafélags hér á landi frá eftirlits­stjórnvöldum annarra aðildarríkja skal það grípa til sömu aðgerða hér á landi gagnvart félaginu. Fjármálaeftirlitið skal tilgreina þær eignir sem falla undir slíkar aðgerðir.

12. gr.

    Við 7. mgr. 122. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fjármálaeftirlitið skal einnig tilkynna Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnuninni um afturköllun starfsleyfis.

13. gr.

    Við 127. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:

    Fjármálaeftirlitið getur óskað eftir aðstoð Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóða­eftirlits­stofn­unarinnar eða Eftirlitsstofnunar EFTA, eftir því sem við á, skv. 19. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1094/2010 um að koma á fót evrópskri eftirlits­stofnun (Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin) ef eftirlitsstjórnvöld annarra aðildar­ríkja vinna ekki með því vegna annmarka á að útibú hér á landi fari að lögum þessum. Sama gildir um eftirlits­stjórnvöld annarra aðildarríkja ef Fjármálaeftirlitið vinnur ekki með þeim vegna útibúa þar.

    Fjármálaeftirlitið skal tilkynna Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnuninni og Eftirlits­stofnun EFTA um synjun á stofnun útibús hér á landi skv. 124. gr. og starfsemi hér á landi skv. 126. gr. Einnig skal Fjármálaeftirlitið tilkynna til hvaða ráðstafana hefur verið gripið skv. 3. og 4. mgr.

14. gr.

    Við 128. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:

    Eftirlitsstjórnvöld aðildarríkja geta óskað eftir aðstoð Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóða­eftirlitsstofn­unarinnar eða Eftirlitsstofnunar EFTA, eftir því sem við á, skv. 19. gr. reglu­gerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1094/2010 um að koma á fót evrópskri eftirlits­stofnun (Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin) ef þeim er ekki heimilað að gera vettvangs­athugun hér á landi skv. 1. mgr. Sama gildir um Fjármálaeftirlitið ef það fær ekki að taka þátt í vettvangs­athugun eftirlitsstjórnvalda annarra aðildarríkja hér á landi eða fær ekki að gera vettvangs­athugun hjá útibúi vátryggingafélags í öðru aðildarríki.

    Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnuninni er heimilt skv. 21. gr. reglugerðar Evrópu­þingsins og ráðsins (ESB) nr. 1094/2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin) að taka þátt í vettvangsathugun skv. 1. mgr. hér á landi ef tvö eða fleiri eftirlitsstjórnvöld gera hana sameiginlega.

15. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 130. gr. laganna:

 1. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
      Fjármálaeftirlitið skal tilkynna Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnuninni um örðugleika sem koma upp vegna fyrirhugaðrar starfsemi vátryggingafélags utan aðildar­ríkja.
 2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
      Fjármálaeftirlitið skal tilkynna Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnuninni um fyrirhugaða starfsemi vátryggingafélags, sem hefur höfuðstöðvar utan aðildarríkja og útibú hér á landi, í öðrum aðildarríkjum. Einnig skal Fjármálaeftirlitið tilkynna það ef félag með höfuðstöðvar utan aðildarríkja eignast hlut í vátryggingafélagi og félagið verður af þeim orsökum talið útibú hér á landi.

16. gr.

    Við 173. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

    Með lögum þessum eru tekin upp þau ákvæði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/51/ESB, sem breytti m.a. tilskipun 2009/138/EB og reglugerð (ESB) nr. 1094/2010, sem ekki hafa þegar verið lögleidd hér á landi.

17. gr.

    Við 3. mgr. 174. gr. laganna bætist: að undanskilinni 3. mgr. 91. gr. a.

18. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Gjört í Reykjavík, 9. maí 2018.

Katrín Jakobsdóttir. Steingrímur J. Sigfússon. Þorgeir Örlygsson.
  (L. S.)  

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.


A deild - Útgáfud.: 22. maí 2018