Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 71/2023

Nr. 71/2023 4. júlí 2023

AUGLÝSING
um gildistöku ákvæða 2. og 3. mgr. 19. gr. c höfundalaga nr. 73/1972, um gerð og miðlun eintaka á aðgengilegu formi til einstaklinga með sjón- eða lestrarhömlun með búsetu í aðildarlöndum Marakess-sáttmálans eða til viðurkenndra eininga í sömu ríkjum.

Það tilkynnist hér með að ákvæði 2. og 3. mgr. 19. gr. c höfundalaga nr. 73/1972 sem fjalla um gerð og miðlun eintaka á aðgengilegu formi til einstaklinga með sjón- eða lestrarhömlun með búsetu í aðildarlöndum Marakess-sáttmálans eða til viðurkenndra eininga í sömu ríkjum, öðlast gildi með birtingu auglýsingar þessarar, en með auglýsingu utanríkisráðherra nr. 24/2022 í C-deild Stjórnartíðinda, sbr. 9. gr. laga nr. 13/2021, var tilkynnt að Marakess-sáttmálinn hefði öðlast gildi gagnvart Íslandi þann 9. mars 2022.

 

Menningar- og viðskiptaráðuneytinu, 4. júlí 2023.

 

Lilja D. Alfreðsdóttir.

Sigrún Brynja Einarsdóttir.


A deild - Útgáfud.: 19. júlí 2023