Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1056/2019

Nr. 1056/2019 14. nóvember 2019

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 8/2009 um skoðun ökutækja.

1. gr.

Við 42. gr. reglugerðarinnar bætist ný 7. mgr. sem orðast svo:

Með reglugerð þessari er innleidd framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2205 frá 29. nóvember 2017 um ítarlegar reglur um málsmeðferð við að tilkynna atvinnu­ökutæki með meiriháttar eða hættulega annmarka sem greinast við tæknilegt eftirlit á vegum. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 49 frá 20. júní 2019, bls. 289-297.

2. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 67. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 14. nóvember 2019.

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Jónas Birgir Jónasson.


B deild - Útgáfud.: 29. nóvember 2019