Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 157/2020

Nr. 157/2020 23. desember 2020

LÖG
um breytingu á lögum um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum, nr. 13/1984 (málsmeðferð).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 15. gr. laganna:

  1. 2. og 4. málsl. falla brott.
  2. Í stað orðsins „gæsluvarðhaldstímann“ í 3. málsl. kemur: gæsluvarðhaldstíma.

 

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 18. gr. laganna:

  1. Í stað orðanna „endanleg ákvörðun um framsal hefur verið tekin“ í 1. málsl. kemur: ákvörðun um framsal hefur verið endanlega staðfest með dómi.
  2. Í stað orðsins „sakadómur“ í 2. málsl. kemur: héraðsdómur.

 

3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 22. gr. laganna:

  1. 3. mgr. orðast svo:
        Beiðni skv. 2. mgr. og 2. viðbótarbókun við samning Evrópuráðsins frá 20. apríl 1959 um gagnkvæma réttaraðstoð í sakamálum frá 8. nóvember 2001 skal send ríkissaksóknara. Sé ekki til staðar samningur við ríki um framsal og aðra aðstoð í sakamálum skal beiðnin send ráðuneytinu. Í beiðni skulu vera upplýsingar um tegund afbrots og hvar og hvenær það var framið.
  2. 5. mgr. orðast svo:
        Beiðni skal strax hafnað ef skilyrði 3. mgr. eru ekki til staðar eða ef ljóst er að ekki er hægt að verða við henni, svo sem ef brot er smávægilegt og ef rannsókn hefur í för með sér óeðlilega mikla fyrirhöfn og kostnað. Sé beiðni ekki hafnað samkvæmt þessari málsgrein skal ríkissaksóknari hlutast til um að nauðsynleg rannsókn fari þegar fram. Í þeim tilvikum þar sem ráðuneytið hafnar ekki beiðni skal málið sent ríkissaksóknara til frekari fyrirgreiðslu og skal hann hlutast til um að nauðsynleg rannsókn fari þegar fram.
  3. Eftirfarandi breytingar verða á 6. mgr.:
    1. Í stað orðsins „ráðuneytinu“ í 1. málsl. kemur: ríkinu sem lagði fram beiðni.
    2. 2. málsl. orðast svo: Hafi beiðni borist ráðuneytinu sendir ríkissaksóknari því öll gögn málsins ásamt álitsgerð um það.

 

4. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

 

Gjört á Bessastöðum, 23. desember 2020.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.


A deild - Útgáfud.: 5. janúar 2021