Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 14/2018

Nr. 14/2018 16. mars 2018

LÖG
um breytingu á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012, með síðari breytingum (EES-reglur).

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

1. gr.

    Ákvæði til bráðabirgða V í lögunum orðast svo:

    Líta skal svo á að allar kröfur sem gerðar eru til flugrekenda í 17. og 21. gr. séu uppfylltar að því er varðar:

  1. alla losun flugs til og frá flugvöllum sem staðsettir eru í löndum utan Evrópska efnahags­svæðisins, á tímabilinu frá 1. janúar 2018 til 31. desember 2023,
  2. alla losun flugs á milli flugvalla sem staðsettir eru á Gvadelúpeyjum, Mayotte, Frönsku Gíneu, Martiník, Sankti Martins-eyjum, Asoreyjum, Madeira og Kanaríeyjum og flugvallar sem staðsettur er á Evrópska efnahagssvæðinu, á tímabilinu frá 1. janúar 2018 til 31. desember 2023,
  3. alla losun flugs á milli flugvalla í ríkjum og á landsvæðum sem tilheyra ríki á Evrópska efna­hags­svæðinu en eru ekki aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu, svo sem á við um Græn­land og Færeyjar, á tímabilinu frá 1. janúar 2018 til 31. desember 2023.

    Enn fremur skal ekki gripið til aðgerða gegn flugrekendum að því er varðar alla losun frá flugi í 1.–3. tölul. 1. mgr.

    Frá 1. janúar 2013 til 31. desember 2030 er flug á vegum flugrekenda sem eru ekki með flug­rekstur í atvinnuskyni og annast flugferðir þar sem heildarlosun á ári er minni en 1.000 tonn undan­skilið gildissviði viðskiptakerfisins og laga þessara.

    Umhverfisstofnun skal á tímabilinu frá 1. janúar 2018 til 31. desember 2020 endurúthluta árlega endurgjaldslausum losunarheimildum til flugrekenda í samræmi við breytt gildissvið viðskipta­kerfisins skv. 1. mgr. þessa ákvæðis.

    Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 20. gr. skal úthlutun losunarheimilda 2018 fara fram eigi síðar en 30. apríl 2018.

    Ráðherra skal setja reglugerð til innleiðingar á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2392 frá 13. desember 2017, sem breytir tilskipun 2003/87/EB um áframhald takmörkunar gildissviðs flugstarfsemi til þess að undirbúa innleiðingu hnattræns samkomulags frá 2021.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Gjört á Bessastöðum, 16. mars 2018.

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.


A deild - Útgáfud.: 20. mars 2018