Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1738/2022

Nr. 1738/2022 11. október 2022

REIKNINGUR
Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir árið 2021.

Rekstrarreikningur árið 2021
Tekjur  
  Framlag ríkissjóðs 21.573.165
  Framlag sveitarfélaga 32.372.743
  Önnur framlög     1.553.734
Tekjur alls   55.499.642
   
Framlög  
  Bundin framlög 1.332.614
  Sérstök framlög 6.284.154
  Jöfnunarframlög 13.000.000
  Jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla 13.922.303
  Framlög vegna þjónustu við fatlað fólk   21.016.309
Framlög alls   55.555.379

 

 

Rekstrarkostnaður  
  Laun og launatengd gjöld 7.807
  Annar rekstrarkostnaður       133.230
Rekstrarkostnaður samtals       141.037
   
Framlög og gjöld alls   55.696.416
   
  Rekstrargjöld/tekjur (196.774)
  Fjármagnstekjur/gjöld         75.726
   
  Tekjuhalli ársins     (121.048)
   
   
Efnahagsreikningur 31. desember 2021
Eignir  
  Veltufjármunir:  
  Sveitarfélög, staða 3.509.266
  Ríkissjóður, vegna framlaga 1.294.965
  Ríkissjóður, eftirstöðvar, innheimt staðgreiðsla 27.339
  Áfallnar vaxtatekjur 314
  Aðrar skammtímakröfur            8.477
  Skammtímakröfur samtals     4.840.361
   
  Handbært fé:  
  Bankareikningar     2.043.530
   
Eignir alls     6.883.892

 

 

  Utan efnahagsreiknings 14.413.077
   
Skuldir og eigið fé  
  Eigið fé:  
  Höfuðstóll        716.992
   
  Skammtímaskuldir:  
  Ríkissjóður, vegna dóms 675.000
  Sveitarfélög og aðrar skuldir 4.009.650
  Önnur framlög, greiðslustaða      1.482.250
Skammtímaskuldir samtals      6.166.900
   
Skuldir samtals      6.166.900
    
Skuldir og eigið fé alls      6.883.892
   
   
Sjóðstreymi árið 2021
Rekstrarhreyfingar  
  Veltufé frá rekstri:  
  Tekjuhalli skv. rekstrarreikningi      (121.048)
  Veltufé frá rekstri (121.048)
   
  Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum:  
  Skammtímakröfur lækkun/(hækkun) 774.251
  Skammtímaskuldir hækkun/(lækkun)      (942.980)
  (168.729)
   
Handbært fé til rekstrar / frá rekstri (289.777)

 

 

Fjármögnunarhreyfingar  
  Breyting á stöðu við ríkissjóð:  
  Framlag ríkissjóðs (21.573.165)
  Greitt úr ríkissjóði     20.144.862
     (1.428.303)
   
  Hækkun/lækkun á handbæru fé (1.718.080)
   
  Handbært fé í ársbyrjun       3.761.610
   
  Handbært fé í árslok       2.043.530

 

Staðfesting ársreiknings

Ársreikningur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er gerður á grundvelli laga um opinber fjármál nr. 123/2015. Reikningsskilaaðferðir eru í megin atriðum þær sömu og árið áður.

Á árinu 2021 var tekjuhalli Jöfnunarsjóðs 121 m.kr. samanborið við tekjuafgang upp á 47,7 m.kr. árið áður. Samkvæmt efnahagsreikningi í árslok námu eignir alls 5.588,9 m.kr., skuldir 4.871,9 m.kr. og eigið fé nam 717 m.kr.

Innviðaráðherra og formaður ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga staðfesta ársreikning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir árið 2021 með undirritun sinni.

 

Reykjavík, 11. október 2022.

 

Sigurður Ingi Jóhannsson
innviðaráðherra.

Guðný Sverrisdóttir,           
formaður ráðgjafarnefndar  
Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

 

 

Áritun ríkisendurskoðanda

Til innviðaráðherra

Forsendur, hlutverk og ábyrgð ríkisendurskoðanda.

Ríkisendurskoðandi starfar á grundvelli laga nr. 46/2016, um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga og siðareglur alþjóðasamtaka ríkisendurskoðana. Hlutverk ríkisendurskoðanda er að tryggja að fram fari endurskoðun og eftirlit í samræmi við 4. gr. laganna.

Ríkisendurskoðandi ber húsbóndaábyrgð á störfum þeirra endurskoðenda sem starfa hjá Ríkis­endurskoðun og framkvæma endurskoðun á grundvelli laga um endurskoðendur og endurskoðun, lögum um ársreikninga og þeim almennu reglum sem þeir hlíta samkvæmt alþjóðlegum endurskoð­unar­stöðlum.

Endurskoðunin var framkvæmd í samræmi við lög nr. 46/2016 um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga.

 

Ríkisendurskoðun, 11. október 2022.

 

Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi.

 

 

Áritun óháðra endurskoðenda

 

Til innviðaráðherra.

Álit.

Við höfum endurskoðað meðfylgjandi ársreikning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir árið 2021. Ársreikningurinn hefur að geyma rekstrarreikning, efnahagsreikning, sjóðstreymisyfirlit, upplýsingar um mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar.

Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af fjárhagsstöðu Jöfnunarsjóðs sveitar­félaga 31. desember 2021, afkomu sjóðsins og breytingu á handbæru fé á árinu 2021, í samræmi við lög um ársreikninga.

Grundvöllur fyrir áliti.

Endurskoðað var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla fyrir opinbera aðila. Ábyrgð samkvæmt þeim stöðlum er nánar lýst í kaflanum um ábyrgð endurskoðanda hér á eftir. Við erum óháð Jöfnunarsjóðnum og höfum starfað í samræmi við lög nr. 94/2019 um endurskoðendur og endur­skoðun og siðareglur. Við teljum að við endurskoðunina höfum við aflað nægjanlegra og viðeigandi gagna til að byggja álit okkar á ársreikningnum.

Ábyrgð endurskoðenda á endurskoðun ársreikningsins.

Markmið okkar er að afla nægjanlegrar vissu um að ársreikningurinn sé án verulegra annmarka, hvort sem er af völdum sviksemi eða mistaka og að gefa út áritun sem felur í sér álit á ársreikningnum.

Nægjanleg vissa er mikið öryggi, en ekki trygging þess að endurskoðun muni uppgötva allar verulegar skekkjur séu þær til staðar. Skekkjur geta orðið vegna mistaka eða sviksemi og eru álitnar verulegar ef þær gætu haft áhrif á fjárhagslega ákvarðanatöku notenda ársreikningsins, einar og sér eða samanlagðar.

Endurskoðun var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla fyrir opinbera aðila og hún byggir á faglegri dómgreind og gagnrýnni hugsun. Við framkvæmum einnig eftirfarandi:

  • Greinum og metum hættuna á verulegri skekkju í ársreikningnum, hvort sem er vegna mistaka eða sviksemi, hönnum og framkvæmum endurskoðunaraðgerðir til að bregðast við þeirri hættu og öflum endurskoðunargagna sem eru nægjanleg og viðeigandi til að undirbyggja álit á reikningnum. Hættan á að uppgötva ekki verulega skekkju vegna sviksemi er meiri en að uppgötva ekki skekkju vegna mistaka, þar sem sviksemi getur falið í sér samsæri, fölsun, villandi framsetningu samstæðuársreiknings, að einhverju sé viljandi sleppt eða að farið sé framhjá reglum innra eftirlits.
  • Öflum skilnings á innra eftirliti í þeim tilgangi að skipuleggja viðeigandi endurskoðunar­aðgerðir og meta hvort það tryggir viðunandi árangur.
  • Metum hvort reikningsskilaaðferðir og reikningshaldslegt mat stjórnenda ásamt tengdum skýringum séu viðeigandi í samræmi við reikningsskilareglur.
  • Ályktum um notkun stjórnenda á forsendunni um rekstrarhæfi og metum á grundvelli endur­skoðunarinnar hvort verulegur vafi leiki á rekstrarhæfi eða hvort aðstæður séu til staðar sem gætu valdið verulegum efasemdum um rekstrarhæfi. Ef við teljum að verulegur vafi leiki á rekstrarhæfi ber okkur að vekja sérstaka athygli á viðeigandi skýringum ársreikningsins í áritun okkar. Ef slíkar skýringar eru ófullnægjandi þurfum við að víkja frá fyrirvaralausri áritun. Niðurstaða okkar byggir á endurskoðunargögnum sem aflað er fram að dagsetningu áritunar okkar. Engu að síður geta atburðir eða aðstæður í framtíðinni valdið óvissu um rekstrarhæfi sjóðsins.
  • Metum í heild sinni hvort ársreikningurinn gefi glögga mynd af undirliggjandi viðskiptum og atburðum, metum framsetningu, uppbyggingu og innihald, þar með talið skýringar með tilliti til glöggrar myndar.

Okkur ber skylda til að upplýsa stjórnendur sjóðsins um áætlað umfang og tímasetningu endur­skoðunarinnar. Jafnframt var upplýst um mikilvæg atriði sem fram komu við endurskoðunina, þar á meðal eftir atvikum verulega annmarka á innra eftirliti.

 

Ríkisendurskoðun, 11. október 2022.

 

Óskar Sverrisson endurskoðandi.


B deild - Útgáfud.: 19. janúar 2023