Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 721/2019

Nr. 721/2019 26. júlí 2019

AUGLÝSING
um óverulega breytingu á deiliskipulagi í Grindavíkurbæ.

Deiliskipulagsbreyting, Hópsbraut, vesturhluti.
Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar samþykkti þann 28. ágúst 2018 óverulega breytingu á deili­skipulagi Hópsbrautar, vesturhluta. Í breytingunni felst breytt stærð lóða og fjölgun íbúða. Lóðir Víkur­hóps 33 og 35 minnka, en lóðir Víkurhóps 31 og 37 stækka sem því nemur. Lóðir Víkurhóps 47 og 49 minnka, en lóðir 45 og 51 stækka sem því nemur. Íbúðum í Víkurhópi 25-27-29 fjölgar úr þremur í fjórar.
Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið meðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Grindavíkurbæ, 26. júlí 2019.

Atli Geir Júlíusson skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 12. ágúst 2019