Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 780/2017

Nr. 780/2017 31. ágúst 2017

AUGLÝSING
um breytingar á deiliskipulagi í Reykjavíkurborg.

Bykoreitur, reitur 1.138.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti borgarráð Reykjavíkur, þann 31. ágúst 2017, breytingu á deiliskipulagi Bykoreits, reitur 1.138. Í breytingunni felst að skilgreina fjölda íbúða. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

Hólatorgsreitur, Sólvallagata 2.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010, samþykkti umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur, með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án stað­fest­ingar borgarráðs, þann 30. ágúst 2017, breytingu á deiliskipulagi Hólatorgsreits vegna lóðar­innar nr. 2 við Sólvallagötu. Í breytingunni felst að núverandi stærð hússins er leiðrétt í skil­mála­töflu og nýtingarhlutfall er uppreiknað. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

Jöklasel 21-23.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010, samþykkti umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur, með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án stað­fest­ingar borgarráðs, þann 30. ágúst 2017, breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 21-23 við Jökla­sel. Í breytingunni felst að stækka lóð og fjölga bílgeymslum um eina. Uppdrættir hafa hlotið með­ferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

Arngrímsgata 5.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010, samþykkti umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur, með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án stað­fest­ingar borgarráðs, þann 16. ágúst 2017, breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands vestan Suður­götu vegna lóðarinnar nr. 5 við Arngrímsgötu. Í breytingunni felst færsla á niðurkeyrslu við húsið. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

Kennaraháskóli Íslands, reitur 1.254.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti borgarráð Reykjavíkur, þann 22. júní 2017, breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.254, Kennaraháskóli Íslands. Í breytingunni felst uppbygging á hluta núverandi lóðar Kennaraháskóla Íslands fyrir byggingu 60 íbúða fyrir eldri borgara og allt að 100 íbúðir fyrir námsmenn. Auk þess eru skilgreindar á ný byggingarheimildir fyrir lóð Kennara­háskóla Íslands. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

Hverfisgata 40 og Laugavegur 25A.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykja­víkur­borgar, þann 11. ágúst 2017, breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.0, Brynjureits, vegna lóðanna nr. 40 við Hverfisgötu og 25A við Laugaveg. Í breytingunni felst sameining lóða, breyting á byggingarreit og breyting á skilmálum varðandi bílastæði og bílastæðakröfur. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar, 31. ágúst 2017.

Björn Axelsson.


B deild - Útgáfud.: 4. september 2017