Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 685/2021

Nr. 685/2021 21. maí 2021

AUGLÝSING
um breytingu á deiliskipulagi í Sveitarfélaginu Vogum.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti þann 28. apríl 2021 breytingu á deiliskipulagi „Miðsvæðis“. Í breytingunni felst að svæði á núgildandi deiliskipulagi merkt „Þjónustustarfsemi“ er breytt í íbúðarsvæði. Gert er ráð fyrir 2, tveggja hæða fjölbýlishúsum á svæðinu, öðru með 8 íbúðum og hinu með 6 íbúðum. Að auki er gert ráð fyrir einni einbýlishúsalóð.
Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið meðferð skv. 42. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið öðlast þegar gildi.

 

Vogum, 21. maí 2021.

 

Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 10. júní 2021