Hinn 15. júlí 2021 voru aðalframkvæmdastjóra Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) afhent fullgildingarskjöl Íslands vegna tveggja bókana sem gerðar voru í Montreal 6. október 2016, um breytingar á samþykktinni um alþjóðaflugmál frá 7. desember 1944 (Chicago-samninginn), sbr. Samninga Íslands við erlend ríki nr. 49 þar sem samningurinn er birtur, og 50, og auglýsingar í C-deild Stjórnartíðinda nr. 18/1975, 8/1979, 1/1981, 1/1988, 10/1990, 21/1992, 17/1997, 10/2002, 44/2002, 56/2004, 2/2005, 3/2005 og 6/2005.
Bókanirnar breyta a-lið 50. gr. og 56. gr. samþykktarinnar og eru birtar sem fylgiskjal 1 og 2 með auglýsingu þessari.
Tilkynnt verður um gildistöku bókananna síðar.
Þetta er hér með gert almenningi kunnugt.
Utanríkisráðuneytinu, 8. maí 2024.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Martin Eyjólfsson.
Fylgiskjöl. (sjá PDF-skjal)
|