Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 128/2022

Nr. 128/2022 28. desember 2022

LÖG
um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (nýsköpun, fjöldatakmörk vistvænna ökutækja o.fl.).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

I. KAFLI

Breyting á lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, nr. 152/2009.

1. gr.

    Í stað orðanna „og 2023“ í ákvæði til bráðabirgða I í lögunum kemur: 2023, 2024 og 2025.

 

2. gr.

    Við ákvæði til bráðabirgða II í lögunum bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

    Þrátt fyrir ákvæði 2. og 3. málsl. 1. mgr. 10. gr. skal hámark kostnaðar til útreiknings á frádrætti frá álögðum tekjuskatti árin 2024 og 2025 vera samtals 1.100.000.000 kr., þar af skal heimilt að telja til þeirrar fjárhæðar allt að 200.000.000 kr. vegna aðkeyptrar rannsóknar- eða þróunarvinnu skv. 6. gr.

 

II. KAFLI

Breyting á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., nr. 29/1993.

3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða XVIII í lögunum:

  1. Í stað ártalsins „2022“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: 2023.
  2. Í stað orðanna „árinu 2022“ í 2. mgr. kemur: árunum 2022–2023.

 

III. KAFLI

Breyting á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988.

4. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða XXIV í lögunum:

  1. 1. og 2. tölul. 7. mgr. falla brott.
  2. 1. málsl. 1. tölul. 10. mgr. orðast svo: Af rafmagns- eða vetnisbifhjóli að hámarki 1.440.000 kr. frá 1. janúar 2020 til og með 30. júní 2020, að hámarki 1.560.000 kr. frá 1. júlí 2020 til og með 31. desember 2022 og að hámarki 1.320.000 kr. frá 1. janúar 2023 til og með 31. desember 2023.
  3. 1. málsl. 1. tölul. 11. mgr. orðast svo: Af rafmagns- eða vetnisbifhjóli að hámarki 6.000.000 kr. frá 1. janúar 2020 til og með 30. júní 2020, að hámarki 6.500.000 kr. frá 1. júlí 2020 til og með 31. desember 2022 og að hámarki 5.500.000 kr. frá 1. janúar 2023 til og með 31. desember 2023.
  4. Á eftir orðunum „Létt bifhjól“ í 3. málsl. 2. tölul. 11. mgr. kemur: í flokki II.

 

IV. KAFLI

Breyting á búvörulögum, nr. 99/1993.

5. gr.

    Í stað orðanna „árið 2022“ í 1. málsl. ákvæðis til bráðabirgða EE í lögunum kemur: árin 2022 og 2023.

 

V. KAFLI

Breyting á lögum um fjarskiptasjóð, nr. 132/2005.

6. gr.

    Í stað ártalsins „2022“ í 2. málsl. 9. gr. laganna kemur: 2023.

 

VI. KAFLI

Breyting á lögum um verðbréfasjóði, nr. 116/2021.

7. gr.

    Á eftir 2. mgr. 56. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:

    Ef rekstrarfélag útbýr eða útvegar lykilupplýsingaskjal fyrir verðbréfasjóð sem það rekur, sem uppfyllir skilyrði laga um lykilupplýsingaskjöl vegna tiltekinna fjárfestingarafurða fyrir almenna fjárfesta, nr. 55/2021, skal það teljast uppfylla kröfur sem gerðar eru til lykilupplýsinga samkvæmt lögum þessum. Í slíkum tilvikum þarf rekstrarfélag ekki að útbúa lykilupplýsingar í samræmi við lög þessi.

 

VII. KAFLI

Breyting á lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, nr. 45/2020.

8. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 86. gr. laganna:

  1. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
        Ef rekstraraðili útbýr eða útvegar lykilupplýsingaskjal fyrir sérhæfðan sjóð fyrir almenna fjárfesta sem hann rekur, sem uppfyllir skilyrði laga um lykilupplýsingaskjöl vegna tiltekinna fjárfestingarafurða fyrir almenna fjárfesta, nr. 55/2021, skal það teljast uppfylla kröfur sem gerðar eru til lykilupplýsinga samkvæmt lögum þessum. Í slíkum tilvikum þarf rekstraraðili ekki að útbúa lykilupplýsingar í samræmi við lög þessi.
  2. Í stað „4. mgr.“ í 5. mgr. kemur: 5. mgr.

 

VIII. KAFLI

Breyting á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, nr. 25/1993.

9. gr.

    Á eftir orðinu „Sviss“ í f-lið 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: í Bretlandi.

 

10. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2023.

    Þrátt fyrir 1. mgr. öðlast 1., 2., 6. og 9. gr. þegar gildi.

 

Gjört á Bessastöðum, 28. desember 2022.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Bjarni Benediktsson.


A deild - Útgáfud.: 30. desember 2022