Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 746/2020

Nr. 746/2020 24. júlí 2020

GJALDSKRÁ
Ferðamálastofu.

1. gr.

Gjöld fyrir afgreiðslu umsókna um lán úr Ferðaábyrgðasjóði.

Fyrir meðferð umsóknar um lán úr Ferðaábyrgðasjóði greiðir lántakandi til Ferðamálastofu 1% af lánsfjárhæðinni í umsýslugjald og kr. 15.000 vegna þjónustugjalds Landsbankans vegna greiðslu­miðlunar lánsins.

 

2. gr.

Framkvæmd greiðslu umsýslu- og þjónustugjalds.

Umsýslugjald Ferðamálastofu og þjónustugjald Landsbankans leggst við höfuðstól láns.

 

3. gr.

Gildistaka og lagaheimild.

Gjaldskrá þessi, sem sett er samkvæmt heimild í ákvæði til bráðabirgða við lög um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun, nr. 95/2018, sbr. lög nr. 78/2020, öðlast þegar gildi.

 

Reykjavík, 24. júlí 2020.

 

F.h. Ferðamálastofu,

 

Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri.


B deild - Útgáfud.: 27. júlí 2020